„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Arnór Smárason fagnar Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að hafa lagt upp fyrir hann mark í gær. Vísir/Hulda Margrét Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Arnór skoraði reyndar ekki en átti tvær stoðsendingar þar af gaf hann mjög óeigngjarnt á Tryggva Hrafn Haraldsson í þeirri fyrri en Arnór var sjálfur þá í dauðafæri til að skora. „Við vorum að tala um að Valsmenn eigi menn inni og það eru menn að koma inn eins og til dæmis þessi hérna Tryggvi Hrafn Haraldsson. Hann er að koma sterkur inn í þetta og Arnór Smárason fær traustið og byrjar í dag. Hann virðist líka vera með mikið sjálfstraust og leggur frábærlega upp mörkin. Þetta er vítamínssprauta sem Valsmenn þurftu á lokadegi félagsskiptagluggans,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Stúkunnar í gær. Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, hrósaði Arnóri fyrir hugarfar sitt þegar þátturinn gerði upp leikinn á Hlíðarenda í gærkvöldi. „Varðandi hann Arnór þá verð ég að segja það að svona á maður að höndla það þegar maður er ekki í liðinu í byrjun móts. Það hefur ekkert verið neitt vesen á honum. Hann hefur komið inn á völlinn, hann hefur verið að skora og skila flottum leik í þeim tækifærum sem hann hefur fengið,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Ef menn gera það þá endar það bara með því að menn komast í liðið. Þegar þú kemst í liðið þá er bara að sýna hvað þú getur,“ sagði Lárus Orri. „Þeir sem eru í Val þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að þetta er stærsti og hugsanlega öflugasti hópur landsins. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að þetta er hörku barátta og þá þýðir ekkert að fara í fýlu þegar þú ert ekki í liðinu í eitt, tvö skipti,“ sagði Lárus Orri. „Það er eiginlega bara Amen á eftir efninu þarna. Þetta tekur þetta vel saman. Aron Jóhannsson er meiddur í kvöld og Arnór fær tækifærið í holunni fyrir framan Birki (Heimisson) og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Hann spilaði eins og algjör engill, leggur upp tvö mörk og skilar frábæru dagsverki,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Stúkunni. Það má sjá umræðuna um Arnór Smárason hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Arnór Smárason sýndi hvað menn eiga að gera í hans stöðu
Besta deild karla Stúkan Valur ÍA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira