Bestu mörkin ræddu samsæriskenningu Nik Þróttara um Ása dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:31 Nik Anthony Chamberlain var ósáttur með jöfnunarmark Selfoss á móti Þrótti. Vísir/Vilhelm Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, er ekki sáttur með dómarann Ásmund Þór Sveinsson sem hann sakar um að stunda það að gera mistök gegn hans liði. Bestu mörkin ræddu þessi nýjustu „mistök“ Ása dómara. Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira