Aldís Ásta: Ég vil taka ábyrgð Árni Gísli Magnússon skrifar 9. maí 2022 20:15 Aldís Ásta átti frábæran leik. Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir, leikmaður KA/Þór, skoraði sex mörk og átti flottan leik þegar KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við við Val með 26-23 sigri. Liðin hafa nú bæði unnið einn leik en þrjá þarf til þess að komast í úrslitaeinvígið. Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Hvernig er tilfinningin eftir leik? „Hún er bara ótrúlega góð, ótrúlega gott að klára þetta. Mér fannst þetta samt svona óþarflega spennandi á lokametrunum en bara geggjað að klára þetta á heimavelli.” KA/Þór komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Valskonur unnu sig inn í leikinn og minnkuðu muninn í aðeins tvö mörk og ekkert gekk hjá heimakonum að skora. Hvað gerðist í sóknarleiknum á þessu tímabili? „Ég held að við förum bara að sækja alltof mikið inn á miðju, við förum stundum í það, sem við eigum bara ekki að gera, við eigum að keyra á breiddina en ekki fara svona mikið inn á miðju og mér fannst það eiginlega bara vera það, sóknarleikurinn of stirður.” Aldís var áræðin í sóknarleikum og reið á vaðið þegar mest á þurfti. „Ég vil taka ábyrgð og svo finnur maður bara svo ógeðslega mikið extra frá þessum áhorfendum, bara troðfullt KA-heimili og það er bara geggjað.” „Það er bara sturlað, þetta er bara draumur að fá að spila svona fyrir þessa áhorfendur, bara geggjað, og þessir sem eru í trommusveitinni eru bara alltaf tilbúnir, alltaf komnir hérna hálftíma, 40 mínútum fyrir leik, áður en við erum byrjaðar að hita upp og þeir eru bara geggjaðir,” sagði Aldís um stuðningsmenn KA/Þór en mikil læti voru í húsinu löngu fyrir leik og út allan leikinn. Með sigrinum hefur liðið tryggt sér annan leik í KA-heimilinu eftir að liðið fer suður í Origo höllina og Aldís er ekki síður spennt fyrir næsta heimaleik. „Verður miklu meiri geðveiki og ég held að það verði miklu fleiri þannig þetta verður bara geggjað.” Varnarleikur KA/Þór var frábær í fyrri hálfleik þar sem leikmenn Vals komust hvorki lönd né strönd. Var mikið verið að fara yfir varnarfærslur og annað slíkt fyrir leikinn? „Já við vorum alveg að gera það sko og Martha er hérna bara alveg trítilóð í vörninni og það gefur manni alveg extra kraft að hafa hana svona þannig að já við vorum bara alveg ógeðslega þéttar,” sagði Aldís að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfnuðu metin í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór var mest sjö mörkum yfir en vann á endanum sannfærandi þriggja marka sigur, lokatölur 26-23. Staðan í einvíginu því orðin 1-1. 9. maí 2022 19:30