Íslandsbanki hafi ekki hækkað vexti eins hratt og Seðlabankinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn hafi ekki hækkað vexti í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðustu misseri. Hún er bjartsýn á að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum húsnæðislána en um sextíu prósent þeirra eru á föstum vöxtum til nokkurra ára. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár. Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í síðustu viku. En slíkar hækkanir leiða að óbreyttu til hækkana á húsnæðisvöxtum viðskiptabankanna og þar að leiðandi greiðslubyrði þeirra. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka er vongóð um að viðskiptavinir bankans ráði við hækkanir á afborgunum lána sem gætu verið framundan. „Við erum ennþá bjartsýn á að okkar viðskiptavinir ráði við þessar hækkanir en auðvitað tekur þetta í hjá öllum,“ segir Birna. Tæpur þriðjungur viðskiptavina bankans er með óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum til þriggja til fimm ára. Þriðjungur er með verðtryggð lán með fasta vexti í fimm ár. Svipað hlutfall er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og en aðeins 6% viðskiptavina er með breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Afborganir óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geta hækkað meira en afborganir annarra lána þegar vaxtahækkanir verða. Höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hins vegar meira en óverðtryggðra lána við vaxtahækkanir en afborganir haldast stöðugri þar. Birna segir að bankinn hafi ekki hækkað sína vexti eins hratt og Seðlabankinn. „Við höfum ekki hækkað útlánavexti í takt við hækkanir Seðlabankann frá því hækkunarferlið hófst þannig að við erum bara að skoða þau mál núna,“ segir Birna. Hækkunarferli Seðlabankans hófst fyrir um ári en Seðlabankastjóri sagði við síðustu stýrivaxtahækkun að með henni væri verið að reyna að ná taumhaldi á verðbólgu sem er ríflega sjö prósent og hefur ekki verið hærri í tólf ár.
Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21 Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Seðlabankinn spáir aukinni verðbólgu og hvetur til hófsamra kjarasamninga Seðlabankastjóri reiknar með að verðbólga aukist á næstu mánuðum og þar með eigi meginvextir bankans eftir að hækka enn frekar eftir eins prósentustiga hækkun þeirra í dag. Mikið velti á að allir sameinist gegn verðbólgunni og einblínt verði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. 4. maí 2022 19:21
Harður tónn í Seðlabankanum bendir til töluverðra vaxtahækkana í sumar Tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun var harðari en hann hefur verið að undanförnu að sögn sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Hann gefur til kynna að bankinn ætli sér að hækka vexti töluvert í sumar. 4. maí 2022 16:19
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. 4. maí 2022 08:30