Segir að City ætti ekki að snerta Pogba með priki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2022 12:01 Spilar Paul Pogba undir stjórn Peps Guardiola á næsta tímabili? getty/Nick Potts Jamie Carragher segir að Manchester City ætti að halda sig fjarri Paul Pogba því hann passi ekki inn í leikstíl Peps Guardiola. Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United. Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Samningur Pogbas við Manchester United rennur út eftir tímabilið og allt bendir til þess að hann yfirgefi félagið sem hann hefur spilað með síðan 2016. Franski landsliðsmaðurinn hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara City. The Athletic greindi reyndar frá því í morgun að Pogba hefði neitað City en ekki eru öll kurl komin til grafar í máli hans. Carragher segir að það væru mistök hjá City að semja við Pogba. Hann sé einfaldlega ekki nógu duglegur til að spila fyrir liðið. „Ég myndi ekki koma nálægt honum. Þú vinnur deildina á hverju ári og færð 95-100 stig. Hann leggur ekki jafn hart að sér og aðrir leikmenn. Ef Pep nær því út úr honum er það frábært og það efast enginn um hæfileikana,“ sagði Carragher á Sky Sports í gær. „En þegar þú horfir á skapandi leikmennina sem City er með, [Phil] Foden og Bernardo Silva. Þessir leikmenn eru frábærir og hætta aldrei að hlaupa. Það er það sem gerir City að þessu frábæra liði. Ég efast ekkert um hæfileika Pogbas en hann er ekki nógu duglegur. Þegar þú horfir á hann með landsliðinu og stundum með United; ótrúlegir hæfileikar og gerir einstaka hluti. En við erum á sjötta ári hjá United og við erum enn að tala um hver besta staða hans er og hvernig eigi að ná því besta út úr honum.“ Jamie Redknapp var ósammála sínum gamla samherja hjá Liverpool og segir að City ætti ekki að hika við að sækja Pogba. „Þetta yrðu ótrúleg félagsskipti og eitthvað sem ég átti ekki von. Þú þarft að vega þetta og meta. Ef hann kæmi á frjálsri sölu þyrfti hann að sanna ýmislegt því hann hefur verið gagnrýndur mikið hjá United,“ sagði Redknapp. „Hvað sem þú segir um Paul Pogba, þetta er á frjálsri sölu og vissulega er hann launahár en það er ekki vandamál fyrir City, ég tæki hann án þess að efast. Hann myndi bæta miklu við liðið og ég held að hann yrði hungraður í að sýna hvað hann getur.“ Pogba hefur ekki spilað fyrir United síðan hann fór meiddur af velli í 4-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 19. apríl. Það var að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir United.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01 Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Pep Guardiola: Þjóðin og fjölmiðlarnir vilja að Liverpool vinni deildina Pep Guardiola telur að Manchester City sé eitt á móti allri þjóðinni og fjölmiðlum landsins í baráttunni um enska meistaratitilinn. 9. maí 2022 07:01
Umfjöllun: Man City - Newcastle 5-0 | Manchester City lagaði markatölu sína töluvert Manchester City náðu endurheimtu toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með sannfærandi 5-0 sigri sínum gegn Newcastle United á heimavelli í dag. 8. maí 2022 17:42