Uppgjör á fjórðu umferðinni í Bestu: „Bara búið að vera vitleysa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 11:01 Blikar skoruðu fimm mörk í fjórðu umferðinni og eiga líka flesta leikmenn í liði umferðarinn. Vísir/Hulda Margrét Fjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist í gær og Stúkan gerði upp umferðina í gærkvöldi. Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Stúkumenn völdu lið umferðarinnar, leikmann umferðarinnar og mark umferðarinnar. Blikar og KA-menn eru áberandi í lið fjórðu umferðarinnar en fimm leikmenn Breiðabliks og þrír leikmenn KA komust í liðið. Þjálfari liðsins er síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 5-1 sigur Breiðabliks upp á Skaga. Besti leikmaðurinn í fjórðu umferðinni var heitasti maður Bestu deildarinnar. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö mörk í sigrinum á Skagamönnum og annað þeirra var líka valið mark umferðarinnar. „Hann er búinn að vera algjörlega stórkostlegur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Stúkunni. „Þetta er bara búið að vera vitleysa svo að við orðum þetta eins og það er. Ég kann vel að meta að hann skuli ekki að vera fagna á móti Skaganum,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar. „Það var virðingarvert hjá honum að gera það ekki í ljósi þess að hann var búinn að birta af sér bumbumyndina og annað. Það er frábært að sjá að Óskar og Dóri hafi komið drengnum í stand,“ sagði Þorkell Máni. „Hann kom alltaf í fyrra í svona í einum og einum Skagaleik og þá sá maður gæðin. Hann er heldur betur búinn að sýna það í upphafi tímabilsins,“ sagði Þorkell Máni. Klippa: Stúkan: Uppgjör fjórðu umferðar Bestu deildar karla „Hann er skellihlæjandi eftir þessa fjórðu umferð, Ísak Snær Þorvaldsson,“ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann tilkynnti að Ísak ætti einnig mark umferðarinnar. „Hann má vera það enda búinn að vera frábær. Hann er enn einn ungi leikmaðurinn sem er að stíga upp. Þakið hjá þessum dreng held ég að sé ansi hátt. Ef hann kemst í gott líkamlegt stand eins og hann er kominn í núna og hann er kominn með sjálfstraust. Hann gæti farið langt,“ sagði Reynir. „Maður sér heldur ekki hvernig menn ætla að reyna að ráða við hann. Hann er allt öðruvísi líkamlega sterkur með þyngdarpunkt öfugt við margir aðrir leikmenn í þessari deild,“ sagði Þorkell. Það má sjá val Stúkunnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá markasyrpu umferðarinnar. Klippa: Stúkan: Markasyrpa fjórðu umferðar Bestu deildar karla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira