Hélt að Anníe Mist væri að grínast þegar goðsögnin hafði samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 08:30 Anníe Mist hefur komið CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það á jákvæðan hátt. Hér er hún með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar. Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér. CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Fleiri fréttir Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira