Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sverrir Mar Smárason skrifar 7. maí 2022 18:45 Sigurður Ragnar var hundsvekktur eftir jafnteflið gegn ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
„Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn