Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 3-3 | Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 19:35 ÍBV snéri taflinu sér í vil í Keflavík. Hulda Margrét Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. Leikurinn fór virkilega rólega af stað og í upphafi virtist greinilegt að hvorugt liðið vildi fá á sig fyrsta markið. Það kom þó í hlut ÍBV því að á 22. mínútu fékk Nacho Heras boltann úti hægra megin við teig ÍBV og renndi honum fyrir markið. Þar var mættur Joey Gibbs sem kom boltanum yfir línuna og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Átta mínútum síðar komust heimamenn svo í 2-0 eftir gott skot frá Rúnari Þór innan úr teignum sem hafði fengið sendingu frá Adam Ægi Pálssyni. Heimamenn í góðum gír og ÍBV hafði lítið náð að ógna. Tíu mínútum fyrir leikhlé fékk Magnús Þór, fyrirliði Keflavíkur, að líta rauða spjaldið. Hann hafði fengið gult spjald á 7. mínútu fyrir brot úti á kanti. Það brot var nánast fyrsta brot leiksins en það var hans fyrsta brot. Síðar þá stuggaði hann við Andra Rúnari þegar ÍBV sendu langa sendingu fram sem Andri Rúnar var ólíklegur að ná. Tvö umdeilanleg gul spjöld og fyrirliðinn sendur í sturtu. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik nýttu gestirnir sér liðsmuninn. Andri Rúnar Bjarnason slapp í gegn eftir mistök í uppspili Keflavíkur á 52. mínútu, virtist detta í færinu en náði að pota í boltann og hann í netið, 2-1. Tólf mínútum síðar jöfnuðu gestirnir svo metin. Það gerði Telmo Castanheira með laglegu skoti utan teigs eftir að hafa fengið til sín frákast úr teig Keflavíkur. Gestirnir héldu áfram að sækja að marki Keflavíkur og þeim tókst að skora sitt þriðja mark á 82. mínútu. Tómas Bent átti þá skalla að marki eftir hornspyrnu Felix Arnar sem var varinn á línu. Boltinn datt til Guðjóns Péturs sem setti boltann fyrir markið á Sigurð Arnar. Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt á tímabilinu auk þess að koma ÍBV í forystu í fyrsta skipti í leiknum. Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík og sýndu það undir lok leiksins þegar þeir gáfu í og sóttu svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma. Nacho Heras með aðra stoðsendingu þegar hann sendi boltan fyrir markið á Adam Árna Róbertsson sem hafði komið inná sem varamaður. Adam Árni með frábæran skalla sem Halldór Páll, markvörður ÍBV, réði ekki við. Lokaniðurstaðan í þessum kaflaskipta leik jafntefli, 3-3. Af hverju varð jafntefli? Keflavík var með leikinn í hendi sér, 2-0 yfir, þegar Magnús Þór fékk seinna gula spjaldið sitt. Það gaf ÍBV blóð á tennurnar og nýttu Vestmannaeyingar sér það í síðari hálfleik. Það var svo eins og ÍBV hefðu ekki nægilega reynslu til þess að drepa bara leikinn og taka stigin þrjú eftir að þeir voru komnir 3-2 yfir. Hverjir voru bestir? Nacho Heras lagði upp tvö mörk og átti mjög góðan leik fyrir Keflavík. Sigurður Arnar Magnússon stóð sína plikt í liði ÍBV. Skoraði þriðja markið og átti flotta kafla. Hvað gerist næst? ÍBV hafa gert tvö jafntefli í röð og munu freista þess að sækja fyrsta sigurinn þegar þeir fá KR í heimsókn á Hásteinsvöll miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Keflavík fékk sitt fyrsta stig í dag og situr á botni deildarinnar. Þeir mæta Leikni á HS Orku vellinum fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 í gríðarlega mikilvægum leik.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. 7. maí 2022 18:45