Gáfu Real Madrid bara eitt prósent líkur á 89. mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 10:30 Karim Benzema og liðfélagar hans í Real Madrid fagna hér sigurmarki hans á móti Manchester City á Santiago Bernabeu í gær. AP/Manu Fernandez Þau hafa verið nokkrir æsispennandi og ógleymanlegir kaflar í Meistaradeildarævintýri Real Madrid liðsins á þessari leiktíð og einn af þeim bestu var skrifaður á Santiago Bernabeu í gær. Real Madrid liðið lenti 1-0 undir á heimavelli sínum á móti gríðarlega sterku liði Manchester City eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-3 í Manchester. Staðan var enn 1-0 á 89. mínútu í leiknum í gær og í raun ekkert í spilunum að Real Madrid menn væru að fara að gera eitthvað að viti á lokakaflanum. Eins og vaninn er í heimi lifandi veðmála þá eru stanslaust reiknaðar sigurlíkur liðanna í leikjum. Á 89. mínútu gáfu menn Real Madrid aðeins eitt prósent líkur. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta eitt prósent var nóg fyrir hina ástríðufullu leikmenn Real Madrid því þegar þeir vöknuðu þá vaknaði allur Bernabeu með þeim og úr varð rosalegur lokakafli. Carlo Ancelotti átti líka ás upp í erminni því hann hafði tekið þýska stjörnumiðjumanninn Toni Kroos og sent Rodrygo inn á völlinn. Rodrygo átti eftir að skora tvisvar með mínútu millibili og tryggja Real Madrid framlengingu. Heitasti framherji útsláttarkeppninnar, Karim Benzema, gerði síðan út um leikinn með því að fiska vítaspyrnu í framlengingunni og skora að öryggi úr henni. Þetta var hans tíunda mark Frakkans í útsláttarkeppninni þar sem Real hefur nú slegið út Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City. Nú bíður Liverpool í úrslitaleiknum í París og þá kemur í ljós hvort þetta mikla ævintýri endar vel eða illa. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Real Madrid liðið lenti 1-0 undir á heimavelli sínum á móti gríðarlega sterku liði Manchester City eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-3 í Manchester. Staðan var enn 1-0 á 89. mínútu í leiknum í gær og í raun ekkert í spilunum að Real Madrid menn væru að fara að gera eitthvað að viti á lokakaflanum. Eins og vaninn er í heimi lifandi veðmála þá eru stanslaust reiknaðar sigurlíkur liðanna í leikjum. Á 89. mínútu gáfu menn Real Madrid aðeins eitt prósent líkur. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta eitt prósent var nóg fyrir hina ástríðufullu leikmenn Real Madrid því þegar þeir vöknuðu þá vaknaði allur Bernabeu með þeim og úr varð rosalegur lokakafli. Carlo Ancelotti átti líka ás upp í erminni því hann hafði tekið þýska stjörnumiðjumanninn Toni Kroos og sent Rodrygo inn á völlinn. Rodrygo átti eftir að skora tvisvar með mínútu millibili og tryggja Real Madrid framlengingu. Heitasti framherji útsláttarkeppninnar, Karim Benzema, gerði síðan út um leikinn með því að fiska vítaspyrnu í framlengingunni og skora að öryggi úr henni. Þetta var hans tíunda mark Frakkans í útsláttarkeppninni þar sem Real hefur nú slegið út Paris Saint-Germain, Chelsea og Manchester City. Nú bíður Liverpool í úrslitaleiknum í París og þá kemur í ljós hvort þetta mikla ævintýri endar vel eða illa.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira