Ísak hefur búið til sex mörk fyrir Blika í fyrstu þremur leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2022 16:00 Ísak Snær Þorvaldsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti FH á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Hulda Margrét Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson breyttist í sóknarmanninn Ísak Snæ þegar hann komst í hendurnar á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks. Ísak Snær hefur spilað mun framar á vellinum í upphafi þessa tímabils en hann gerði með Skagamönnum í fyrra og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir uppskerunni. Ísak skoraði tvívegis í 3-0 sigri á FH og skoraði einnig tvennu í fyrsta heimaleiknum á móti Keflavík. Hann er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með fjögur mörk. Í fyrsta leiknum skoraði hann tvö lagleg skallamörk en á móti FH í gær bauð kappinn upp á tvær sannkallaðar markaskorara afgreiðslur, aðra með hægri en hina með vinstri. Auk markanna fjögurra þá hefur Ísak einnig búið til tvö önnur mörk Blika og hefur því komið að sex af átta mörkum liðsins í fyrstu þremur leikjunum. Ísak lagði upp sigurmark Jason Daða Svanþórssonar á móti KR og Kristinn Steindórsson skoraði á móti FH-ingum í gær þegar hann fylgdi eftir skoti Ísaks sem var varið á línu. Ísak hefur þegar skorað einu marki meira í sumar en hann gerði í tuttugu leikjum með ÍA í fyrra. Þá átti hann alls þátt í sex mörkum með beinum hætti (3 stoðsendingar) og er hann því búinn að jafna þann árangur sinn strax eftir aðeins þrjá leiki. Blikar hafa líka tekið þessu framlagi stráksins fagnandi enda með fullt hús á toppi deildarinnar. Þeir sem voru að velta því fyrir sér hvernig Óskar Hrafn myndi leysa það að missa markaskorarana Árni Vilhjálmsson og Thomas Mikkelsen voru fljótir að fá svör við því. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ísak Snær hefur spilað mun framar á vellinum í upphafi þessa tímabils en hann gerði með Skagamönnum í fyrra og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir uppskerunni. Ísak skoraði tvívegis í 3-0 sigri á FH og skoraði einnig tvennu í fyrsta heimaleiknum á móti Keflavík. Hann er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með fjögur mörk. Í fyrsta leiknum skoraði hann tvö lagleg skallamörk en á móti FH í gær bauð kappinn upp á tvær sannkallaðar markaskorara afgreiðslur, aðra með hægri en hina með vinstri. Auk markanna fjögurra þá hefur Ísak einnig búið til tvö önnur mörk Blika og hefur því komið að sex af átta mörkum liðsins í fyrstu þremur leikjunum. Ísak lagði upp sigurmark Jason Daða Svanþórssonar á móti KR og Kristinn Steindórsson skoraði á móti FH-ingum í gær þegar hann fylgdi eftir skoti Ísaks sem var varið á línu. Ísak hefur þegar skorað einu marki meira í sumar en hann gerði í tuttugu leikjum með ÍA í fyrra. Þá átti hann alls þátt í sex mörkum með beinum hætti (3 stoðsendingar) og er hann því búinn að jafna þann árangur sinn strax eftir aðeins þrjá leiki. Blikar hafa líka tekið þessu framlagi stráksins fagnandi enda með fullt hús á toppi deildarinnar. Þeir sem voru að velta því fyrir sér hvernig Óskar Hrafn myndi leysa það að missa markaskorarana Árni Vilhjálmsson og Thomas Mikkelsen voru fljótir að fá svör við því.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira