Skólasetning Jarðhitaskólans: 23 nemendur hefja nám Heimsljós 27. apríl 2022 10:28 Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans ávarpar nýnema. Jarðhitaskólinn var settur í gær í 43. sinn en hann er elstur fjögurra skóla sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu í samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Næstu sex mánuðina verða í skólanum sérfræðingar frá tólf þjóðríkjum, alls 23 nemendur. Jarðhitaskólinn er í fyrsta sinn hýstur af Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, og námið fer fram í nýjum húsakynnum í Kópavogi. Guðni Axelsson, forstöðumaður skólans, bauð nemendur velkomna við skólasetninguna í gær en auk hans ávörpuðu nemendur þau Bjarni Gautason sviðsstjóri ÍSOR og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ. Nemendur skólans í ár koma frá Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Filippseyjum, Gvatemala, Indlandi, Indónesíu, Kenía, Kólumbíu, Montserrat, Níkaragva, Perú og Tansaníu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jarðhiti Orkumál Þróunarsamvinna Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent
Jarðhitaskólinn er í fyrsta sinn hýstur af Íslenskum orkurannsóknum, ÍSOR, og námið fer fram í nýjum húsakynnum í Kópavogi. Guðni Axelsson, forstöðumaður skólans, bauð nemendur velkomna við skólasetninguna í gær en auk hans ávörpuðu nemendur þau Bjarni Gautason sviðsstjóri ÍSOR og Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ. Nemendur skólans í ár koma frá Dóminíska lýðveldinu, El Salvador, Filippseyjum, Gvatemala, Indlandi, Indónesíu, Kenía, Kólumbíu, Montserrat, Níkaragva, Perú og Tansaníu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jarðhiti Orkumál Þróunarsamvinna Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent