Finnur Freyr: Afrek útaf fyrir sig að vera komnir í úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. apríl 2022 22:29 Finnur Freyr er kominn með sína menn í úrslit. Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst við bara spila frábærlega hér í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar með öruggum sigri á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum. Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig svona leikir spilast en ég var gríðarlega ánægður með einbeitinguna. Við töluðum um það fyrir leik að okkur fannst við koma flatir út í síðasta leik og við vissum að við þyrftum að vera mjög grimmir strax í byrjun og ekki gefa þeim auðveldar körfur í upphafi eins og í síðasta leik, sagði Finnur Freyr í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Valsmenn náðu tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, juku það í öðrum og voru yfir á öllum sviðum leiksins nánast frá upphafi. „Þetta var erfið staða sem þeir voru í og það þarf margt að ganga upp. Frammistaðan hjá strákunum var bara til fyrirmyndar og Þórsararnir eru eftir sem áður með frábært lið. Að setja saman svona góð lið tvö ár í röð er virkilega vel gert hjá Lalla og hans liði.“ Stuðningurinn við Valsliðið var virkilega góður í kvöld og stuðningsmenn byrjaðir að kyrja söngva tölverðu fyrir leik. „Mér skilst að það hafi verið uppselt í Valshlutann í stúkunni og virkilega gaman að sjá þann stuðning sem við erum að fá hérna. Ef þetta er það sem koma skal get ég ekki annað en hlakkað til næsta leiks.“ Það er orðið mjög langt síðan Valur fór í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og Finnur sagði gaman að taka þátt í þeirri vegferð. „Eigum við ekki að segja að við séum einhverjum skrefum á undan áætlun. Við erum búin að tala um að við ætlum að breyta kúltúrnum í klúbbnum. Það eru ótrúlega margt frábært fólk sem er búið að byggja upp og vera í þessu harki sem það er að reka körfuknattleiksdeild. Að geta hjálpað þessu liði að taka næstu skref er frábært.“ „Að vera komnir í úrslit er afrek útaf fyrir sig og við erum þakklátir fyrir það. Við brosum í dag og brosum þangað til við vöknum á morgun. Síðan er það bara að hvíla og taka endurheimt og vera klárir í næsta leik.“ Valur er fyrsta liðið í sögunni sem sópar út bæði ríkjandi bikarmeisturum og ríkjandi Íslandsmeisturum. Eru þeir besta lið landsins í augnablikinu? „Það kemur í ljós. Liðið sem vinnur í úrslitum er besta lið landsins. Það er auðvelt að fara í einhverja svona hugarleikfimi og of miklar pælingar en eins og ég sagði við þig fyrir leik þá snýst þetta bara um næsta leik. Við unnum þennan og nú er bara að einbeita sér, gera okkur klára og vinna næsta,“ sagði Finnur að lokum.
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Valur 65-82 | Valsmenn sópuðu Íslandsmeisturunum og eru komnir í úrslit Valur vann öruggan 17 stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial höllinni í kvöld, 65-82. Sigurnn þýðir að Valsarar munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa sópað ríkjandi meisturum í sumarfrí. 26. apríl 2022 21:56