Guardiola segir að City þurfi tvo stórkostlega leiki en þeir ætla að vera þeir sjálfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 15:30 Pep Guardiola fylgist hér með liði Manchester City af hliðarlínunni. AP/Dave Thompson Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni en þarna mætast liðið sem hefur verið að bíða svo lengi eftir þeim stóra á móti liðinu sem hefur unnið hann oftar en öll önnur félög í Evrópu. Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Manchester City er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. Liðið tapaði þar 1-0 fyrir Chelsea og biðin lengdist því enn. Real Madrid hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildina samtals þrettán sinnum. Guardiola says Manchester City must find pleasure in Real Madrid showdown https://t.co/q7zTLFFRCB— The Guardian (@guardian) April 25, 2022 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi leikinn á blaðamannafundi í gær. „Það er engin þörf á því að tala um það hversu gott lið Real Madrid er,“ sagði Pep Guardiola. „Ef við þyrftum að keppa við söguna þeirra þá ættum við ekki möguleika. Sagan er skráð og við getum ekki breytt henni. Það verða hins vegar ellefu á móti ellefu að elta einn bolta í þessum leik,“ sagði Guardiola. „Við munum reyna að vera við sjálfir og spila vel. Við verðum að spila tvo stórkostlega leiki til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola admits Manchester City cannot compete with Real Madrid's European pedigree but says they can write a new chapter in the club's history in their Champions League semi-final against the Spanish giants, with the first leg on Tuesday https://t.co/DSLI4ySF1z #AFPSports pic.twitter.com/gW7mYBByhl— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Það er heiður að vera hér í undanúrslitunum á móti Real Madrid. Þeir hafa verið hér svo oft en við höfum komist hingað líka á síðustu árum,“ sagði Guardiola. Manchester City sló annað spænskt lið, Atletico Madrid, út í átta liða úrslitunum, 1-0 samanlagt. Seinni leikurinn fer fram á Bernabeu-leikvanginum 4. maí en úrslitaleikurinn verður síðan á Stade de France 28. maí. Liðið sem hefur betur í leikjum Manchester City og Real Madrid mætir liðinu sem vinnur einvígi Liverpool og Villarreal. Þau spila fyrri leik sinn á morgun.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira