Fór úr 3. deild í þá Bestu: „Hélt að þetta væri erfiðara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2022 09:01 Sindri Þór Ingimarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir viku. vísir/vilhelm Eftir að hafa aldrei spilað ofar en í D-deild hefur Sindri Þór Ingimarsson byrjað báða leiki Stjörnunnar í Bestu-deildinni í sumar. Hann segir að stökkið hafi ekki verið jafn stórt og hann bjóst við. Á hverju sumri stökkva nýjar og óvæntar stjörnur fram á sjónarsviðið í íslenska boltanum. Þótt fótboltasumarið 2022 sé ekki gamalt er óhætt að setja Sindra Þór Ingimarsson í þann flokk. Sindri lék allan leikinn í miðri vörn Stjörnunnar þegar liðið vann 0-3 sigur á Leikni í Breiðholtinu á sunnudaginn. Þetta var aðeins annar leikur þessa 23 ára Kópavogsbúa í efstu deild. Sá fyrsti kom í 2-2 jafntefli Stjörnunnar og ÍA í 1. umferð Bestu-deildarinnar fyrir viku. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með venslaliði félagsins, Augnabliki, í 3. deild á árunm 2017-21. En í vetur gekk hann í raðir Stjörnunnar. Sindri fylgdi þar með sínum fyrrverandi þjálfara hjá Augnabliki, Jökli Elísabetarsyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í vetur. Sindri er með ágætis æfingaaðstöðu í garðinum í Kópavoginum og tók nokkur skot fyrir blaðamann Vísis.vísir/vilhelm „Þetta var allt tengt Jölla. Hann var með mig í fjögur ár en skipti svo nokkuð óvænt yfir í Stjörnuna. Hann heyrði í mér stuttu eftir það og bauð mér á æfingu. Og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í gær. En hafði það blundað lengi í honum að reyna sig meðal þeirra bestu? „Já og nei. Ég var í skóla í Bandaríkjunum og kom bara heim á sumrin. Þá var fótboltinn auka. Allir vinir voru í Augnabliki og ég fíla Jölla mjög mikið. Svo kláraði ég skólann síðasta sumar, tók tímabilið með Augnabliki en var ekkert mikið að pæla í að taka stökkið. En svo skipti Jölli yfir og það var auðvelt að segja já við hann,“ sagði Sindri sem nam stærðfræði og hagfræði við Fordham háskólann í New York. Ekkert sérstök deild Sindri fór á fótboltastyrk til Fordham en segir að getustigið sem hann spilaði á vestanhafs hafi ekki verið neitt sérstaklega hátt. „Deildin var ekkert brjálæðislega sterk. Þetta voru miklir íþróttamenn en ekkert með sérstaklega góða tækni. Þeir voru duglegir í ræktinni og að hlaupa, það skilaði sér í leikina sem voru mjög hraðir. Það eru svo margar deildir sem eru ólíkar. En maður lærði heilan helling á þessu,“ sagði Sindri. Var nokkuð miklar væntingar Þrátt fyrir að Stjarnan hafa verið í fremstu röð í íslenskum fótbolta í rúman áratug gerði Sindri sér vonir um að fá nokkuð stórt hlutverk í liðinu í sumar, jafnvel þótt hann hafi aldrei spilað ofar en í D-deild. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og býr steinsnar frá Kópavogsvelli.vísir/vilhelm „Ég tók nokkrar æfingar og spilaði svo leik gegn Breiðabliki. Formið var í fínu lagi, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég spilaði alla leiki í Fótbolta.net mótinu og mikið í Lengjudeildinni. Þetta var 50-50 að ég myndi spila eitthvað í fyrstu leikjunum. Væntingarnar voru alveg háar,“ sagði Sindri. Hann segist vera ánægður með hvernig fyrstu tveir leikirnir í efstu deild hafa gengið. „Það var svekkjandi að missa leikinn gegn ÍA niður í jafntefli en leikurinn gegn Leikni var flottur. Svo er Víkingur næst sem er kannski fyrsta alvöru prófið.“ Samherjarnir og þjálfararnir hjálpa Sindri segir að stökkið upp um tvær deildir hafi ekki verið jafn stórt og hann átti von á. Það er allavega langt frá því að vera óviðráðanlegt. „Ég hef ekkert spilað 1. og 2. deild og veit ekkert hvernig það er. Ég hélt að þetta væri erfiðara, ef við getum orðað það þannig. En mér líður mjög vel í Stjörnunni. Það hjálpar líka að hafa Jökul og Gústa [Ágúst Gylfason] sem ég þekki úr Blikunum. Ég fór ekkert stressaður inn í þetta. Ég vissi alveg hvar ég hafði þá,“ sagði Sindri. Sindri þakkar Jökli Elísabetarsyni fyrir að hafa fengið sig til Stjörnunnar.vísir/vilhelm Hann segir að félagarnir í Stjörnuvörninni og markvörðurinn Haraldur Björnsson hafi einnig hjálpað sér mikið að aðlagast lífinu í efstu deild. „Halli er sítalandi á æfingum og í leikjum og það hjálpar mikið. Liðsheildin er góð og við viljum allir ná langt. Það skiptir miklu máli,“ sagði Sindri. Leið vel í Augnabliki Sem fyrr sagði er hann uppalinn Bliki en spilaði aldrei fyrir meistaraflokk liðsins. Sindri segir að leiðin inn í Blikaliðið hafi þó ekki verið ófær. „Hún var alls ekki lokuð. Þetta var kannski meira að ég vildi ekki nýta mér tækifærið. Jölli var alltaf að þrýsta á mig að gera það en ég veit ekki af hverju ég gerði það. En mér leið svo vel í Augnabliki og það var aðallega það,“ sagði Sindri að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Á hverju sumri stökkva nýjar og óvæntar stjörnur fram á sjónarsviðið í íslenska boltanum. Þótt fótboltasumarið 2022 sé ekki gamalt er óhætt að setja Sindra Þór Ingimarsson í þann flokk. Sindri lék allan leikinn í miðri vörn Stjörnunnar þegar liðið vann 0-3 sigur á Leikni í Breiðholtinu á sunnudaginn. Þetta var aðeins annar leikur þessa 23 ára Kópavogsbúa í efstu deild. Sá fyrsti kom í 2-2 jafntefli Stjörnunnar og ÍA í 1. umferð Bestu-deildarinnar fyrir viku. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og lék með venslaliði félagsins, Augnabliki, í 3. deild á árunm 2017-21. En í vetur gekk hann í raðir Stjörnunnar. Sindri fylgdi þar með sínum fyrrverandi þjálfara hjá Augnabliki, Jökli Elísabetarsyni, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í vetur. Sindri er með ágætis æfingaaðstöðu í garðinum í Kópavoginum og tók nokkur skot fyrir blaðamann Vísis.vísir/vilhelm „Þetta var allt tengt Jölla. Hann var með mig í fjögur ár en skipti svo nokkuð óvænt yfir í Stjörnuna. Hann heyrði í mér stuttu eftir það og bauð mér á æfingu. Og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í gær. En hafði það blundað lengi í honum að reyna sig meðal þeirra bestu? „Já og nei. Ég var í skóla í Bandaríkjunum og kom bara heim á sumrin. Þá var fótboltinn auka. Allir vinir voru í Augnabliki og ég fíla Jölla mjög mikið. Svo kláraði ég skólann síðasta sumar, tók tímabilið með Augnabliki en var ekkert mikið að pæla í að taka stökkið. En svo skipti Jölli yfir og það var auðvelt að segja já við hann,“ sagði Sindri sem nam stærðfræði og hagfræði við Fordham háskólann í New York. Ekkert sérstök deild Sindri fór á fótboltastyrk til Fordham en segir að getustigið sem hann spilaði á vestanhafs hafi ekki verið neitt sérstaklega hátt. „Deildin var ekkert brjálæðislega sterk. Þetta voru miklir íþróttamenn en ekkert með sérstaklega góða tækni. Þeir voru duglegir í ræktinni og að hlaupa, það skilaði sér í leikina sem voru mjög hraðir. Það eru svo margar deildir sem eru ólíkar. En maður lærði heilan helling á þessu,“ sagði Sindri. Var nokkuð miklar væntingar Þrátt fyrir að Stjarnan hafa verið í fremstu röð í íslenskum fótbolta í rúman áratug gerði Sindri sér vonir um að fá nokkuð stórt hlutverk í liðinu í sumar, jafnvel þótt hann hafi aldrei spilað ofar en í D-deild. Sindri er uppalinn hjá Breiðabliki og býr steinsnar frá Kópavogsvelli.vísir/vilhelm „Ég tók nokkrar æfingar og spilaði svo leik gegn Breiðabliki. Formið var í fínu lagi, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég spilaði alla leiki í Fótbolta.net mótinu og mikið í Lengjudeildinni. Þetta var 50-50 að ég myndi spila eitthvað í fyrstu leikjunum. Væntingarnar voru alveg háar,“ sagði Sindri. Hann segist vera ánægður með hvernig fyrstu tveir leikirnir í efstu deild hafa gengið. „Það var svekkjandi að missa leikinn gegn ÍA niður í jafntefli en leikurinn gegn Leikni var flottur. Svo er Víkingur næst sem er kannski fyrsta alvöru prófið.“ Samherjarnir og þjálfararnir hjálpa Sindri segir að stökkið upp um tvær deildir hafi ekki verið jafn stórt og hann átti von á. Það er allavega langt frá því að vera óviðráðanlegt. „Ég hef ekkert spilað 1. og 2. deild og veit ekkert hvernig það er. Ég hélt að þetta væri erfiðara, ef við getum orðað það þannig. En mér líður mjög vel í Stjörnunni. Það hjálpar líka að hafa Jökul og Gústa [Ágúst Gylfason] sem ég þekki úr Blikunum. Ég fór ekkert stressaður inn í þetta. Ég vissi alveg hvar ég hafði þá,“ sagði Sindri. Sindri þakkar Jökli Elísabetarsyni fyrir að hafa fengið sig til Stjörnunnar.vísir/vilhelm Hann segir að félagarnir í Stjörnuvörninni og markvörðurinn Haraldur Björnsson hafi einnig hjálpað sér mikið að aðlagast lífinu í efstu deild. „Halli er sítalandi á æfingum og í leikjum og það hjálpar mikið. Liðsheildin er góð og við viljum allir ná langt. Það skiptir miklu máli,“ sagði Sindri. Leið vel í Augnabliki Sem fyrr sagði er hann uppalinn Bliki en spilaði aldrei fyrir meistaraflokk liðsins. Sindri segir að leiðin inn í Blikaliðið hafi þó ekki verið ófær. „Hún var alls ekki lokuð. Þetta var kannski meira að ég vildi ekki nýta mér tækifærið. Jölli var alltaf að þrýsta á mig að gera það en ég veit ekki af hverju ég gerði það. En mér leið svo vel í Augnabliki og það var aðallega það,“ sagði Sindri að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira