Klikkaði á öllum skotunum sínum en breytti samt leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 14:01 Viðar Ágútsson þarf ekki að skora til að hafa mikil áhrif á leikina. Það sýndi hann í gær. Vísir/Bára Dröfn Viðar Ágústsson átti mikinn þátt í sigri Tindastólsmanna í leik tvö á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær þrátt fyrir að hafa ekki skorað eitt einasta stig í leiknum. Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins. Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Tindastóll vann leikinn á endanum 116-107 og er því komið í 2-0 í einvíginu þar sem þriðji sigurinn kemur liðinu í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Í leik sem vinnst eftir tvær framlengingar var plús og mínus hjá Viðari í sérflokki hjá báðum liðum. Viðar klikkaði á báðum skotum sínum utan af velli og náði heldur ekki að nýta tvö víti. Hann var með fimm fráköst og endaði með 1 stig í framlag. Hann gerði aftur á móti svo margt sem kemur ekki fram á tölfræðiblaðinu. Stólarnir unnu nefnilega leikinn með 24 stigum þegar hann var inn á vellinum en töpuðu með fimmtán stigum þegar hann sat á bekknum. Hér erum við að tala um 39 stiga sveiflu. Viðar spilaði aðeins í 3 mínútur og 49 sekúndur í fyrri hálfleiknum og var -3 í plús og mínus á þeim tíma. Baldur Þór Ragnarsson var ekkert að nota hann að viti en þegar Njarðvíkingar voru komnir átján stigum yfir, 72-54, við lok þriðja leikhluta þá þurfti að breyta einhverju og hleypa leiknum upp. Baldur ákvað að henda Viðari aftur inn í leikinn og ákefð og barátta hans í varnarleiknum átti risastóran þátt í því að Stólunum tókst að vinna upp þetta forskot. Tindastóll vann fjórða leikhlutann 40-22 og kom leiknum í framlengingu. Viðar spilað allan fjórða leikhlutann og líka báðar framlengingarinnar. Þessar síðustu tuttugu mínútur leiksins unnu Stólarnir með 27 stigum, 62-35. Viðar endaði því með 24 í plús í plús og mínus. Næstur honum var Pétur Rúnar Birgisson með +15 og Taiwo Hassan Badmus með +14. Hjá Njarðvík var Fotios Lampropoulos með +15 en hann fékk sína fimmtu villu undir lok fjórða leikhluta og gat því ekki tekið þátt í síðustu tíu mínútum leiksins.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn