„Þessi endurkoma fór vonum framar“ Atli Arason skrifar 24. apríl 2022 14:00 Björn Róbert, til vinstri, var valinn besti leikmaður Íslands í 5-2 sigrinum á Georgíu. Björn skoraði 2 mörk í þeim leik IIHF Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí, var í vikunni að spila sína fyrstu landsleiki í u.þ.b. 5 ár en hann hefur verið í pásu frá íþróttinni. Björn tók skautana af hillunni fyrir heimsmeistaramótið og gerði sér lítið fyrir og varð stigahæsti leikmaður landsliðsins en hann kom að flestum mörkum Íslands á mótinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur sex. „Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí. Íshokkí Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
„Þetta var alveg geggjað, það er alltaf gaman þegar að það gengur vel. Þessi endurkoma fór vonum framar og alveg frábært að fá að spila með þessu liði,“ sagði Björn í viðtali við Vísi. Ísland vann alla fjóra leiki sína á nýafstöðnu móti með markatölunni 25:7 en mótið fór allt fram í Skautahöllinni í Laugardal. „Það er gaman að ná móti sem er haldið hérna heima og virkilega sætt að ná í gullið fyrir framan fulla stúku. Þetta var mikil barátta á köflum og hefði getað endað öðruvísi en við lögðum svo sannarlega allt í þetta og kláruðum dæmið.“ Björn er 28 ára gamall. Síðast þegar hann var í landsliðinu var hann einn af yngstu leikmönnunum en núna er hann meðal þeirra elstu. Hann telur að íslenska landsliðið eigi bjarta framtíð fyrir sér. „Já það hafa bæst við mikið af ungum og nýjum strákum síðan ég spilaði síðast. Það var ánægjulegt að sjá hvað þeir eru orðnir góðir og gott fyrir landsliðið að eiga þessa flottu fulltrúa til næstu ára,“ svaraði Björn aðspurður út í breytinguna á landsliðinu. Íslenska landsliðið fer úr B-riðli í 2. deild upp í A-riðil 2. deildar eða A2. A2 er fjórða efsta styrkleikastigið af alls átta styrkleikastigum. Í dag er Holland, Kína, Króatía, Spánn og Ísrael í þeim styrkleikaflokk en sá riðill hefst á morgunn og verður leikinn í Zagreb. Allt eru þetta sterkar þjóðir en markmiðið hjá Íslandi á næsta ári er að halda sér í þessum styrkleikaflokk. „Við þurfum auðvitað að halda áfram að bæta okkur. Síðast þegar ég var í landsliðinu vorum við í þessari deild og tel ég okkur betur eiga heima þar. Markmiðið mun sennilega breytast núna úr því að vinna gull og í að halda okkur uppi, en að það verður að meta hverju sinni. Löndin þarna eru mjög sterk en það gerir þetta bara skemmtilegra,“ sagði Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí.
Íshokkí Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn