Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2022 17:31 Landverðirnir heimsóttu spítalann í gær. Aðsend Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur. Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra. Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Hópurinn hefur gefið út tvær bækur og allur ágóði af bókasölunni rennur til Barnaspítalans. Hagnaður af sölu fyrstu bókarinnar nam um hálfri milljón króna og ágóðinn fór allur til spítalans. „Þetta er verkefni sem við erum búin að vera með í gangi í þrjú ár. Í fyrra gáfum við hagnað út frá fyrstu bókinni okkar sem hét Landverðirnir: Atlas og Avion. Þá fórum við á Barnaspítalann og gáfum spítalanum hagnaðinn. Núna ákváðum við að gera þetta aðeins öðruvísi og gefa gjafir fyrir hagnaðinn; og gefa gjafirnar beint til Barnaspítalans,“ segir Dagur Lárusson rithöfundur bókarinnar. Bækurnar eru um íslenskar ofurhetjur og teymi sem heitir Landverðirnir stendur að baki útgáfu bókarinnar. Ásamt Degi eru Úlfar Konráð Svansson rithöfundur og Fannar Georg Gilbertsson listamaður í ofurhetjuteyminu. Margrét Hörn Jóhannsdóttir leikur þar að auki ofurhetjuna ÍRU. „Þetta verkefni byrjaði þannig að við vildum búa til ofurhetjusögur en líka vera smá „ofurhetjur“ í alvörunni sem gera góðverk. Þess vegna vildum við gefa hagnaðinn af bókinni til Barnaspítalans.“ Verkefnið er unnið í sjálfboðavinnu og Dagur segir að draumurinn væri að gera bíómynd eða þætti um ofurhetjurnar. „Þetta er svona ástríðuverkefni, við viljum byggja upp þessa teiknimyndasögu sem heitir Landverðirnir. Og það er gott að geta gefið gott af sér á meðan maður er að gera það. Það væri draumurinn ef að einhvern tímann í framtíðinni myndi þetta verða að einhverju eins og bíómynd eða teiknimyndaþáttum eða eitthvað þannig,“ segir Dagur. Landverðirnir stefna á að gefa út aðra bók í ár – líklega í desember. Hér er hægt að nálgast heimasíðu Landvarðanna og ofurhetjuteymið er einnig virkt á TikTok. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti Landverðina Dag Lárusson og Margréti Hörn Jóhannsdóttur í desember í fyrra.
Landspítalinn Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Góðverk Tengdar fréttir Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Stefna á að safna milljón fyrir Barnaspítalann með bóksölu um jólin Næst segjum við ykkur frá ofurhetjum sem stefna á að safna einni milljón fyrir Barnaspítala hringsins með bóksölu um jólin. 5. desember 2021 20:01