Evrópumeistararnir úr leik eftir framlengdan leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 21:33 Karim Benzema skoraði markið sem skilaði Real Madrid í undanúrslit. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid er á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 3-2 tap gegn Evrópumeisturum Chelsea í framlengdum leik í kvöld. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og fara því áfram eftir samanlagðan 5-4 sigur. Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Eftir 3-1 tap á heimavelli var ljóst að Chelsea-liðið hafði verk að vinna og leikmenn liðsins hófust strax handa. Mason Mount kom Chelsea yfir á 15. mínútu eftir stoðsendingu frá Timo Werner og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Mount var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann lagði upp mark fyrir Antonio Rüdiger og allt í einu var staðan orðin jöfn í einvíginu. Marcos Alonso hélt svo að hann væri búinn að koma Chelsea í 0-3 eftir um klukkutíma leik þegar hann setti boltann í netið með frábæru skoti. Strákarnir í VAR-herberginu tóku sér hins vegar góðan tíma í að skoða markið og komust svo að því að boltinn hafði farið í hönd Alonso í aðdraganda marksins og það var því dæmt af. Gestirnir í Chelsea komust þó í forystu í einvíginu þegar Timo Werner breytti stöðunni í 3-0 með virkilega góðu einstaklingsmarki á 75. mínútu. Adam var þó ekki lengi í paradís því Rodrygo minnkaði muninn í 1-3 með marki á 80. mínútu eftir gullfallega utanfótarsendingu frá Luka Modric. LET'S TALK ABOUT LUKA MODRIĆ 🤯 pic.twitter.com/71Jt9AZa5G— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) April 12, 2022 Þetta reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og niðurstaðan eftir 90 mínútur varð 1-3 sigur Chelsea. Þar sem Real Madrid vann fyrri leik liðanna einnig 3-1 þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Heimamenn í Real Madrid mættu ákveðnir til leiks í framlenginuna og á 96. mínútu skoraði Karim Benzema með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Vinicius Junior. Það reyndist eina mark framlengingarinnar og Real Madrid er því á leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 5-4 sigur gegn Chelsea. Madrídingar mæta annað hvort Manchester City eða Atlético Madrid í undanúrslitum, en Englandsmeistarar City unnu fyrri leik liðanna 1-0.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira