Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:24 Bókin Úti eftir Ragnar Jónasson verður gerð að kvikmynd af framleiðslufyrirtæki Ridley Scott. Aðsend/baldurkristjans Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar. Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi. Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ridley Scott er með þekktustu leikstjórum Hollywood og hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise. Kvikmyndir hans eru margverðlaunaðar, bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni, BAFTA og Golden Globe. Fram kemur í tilkynningu frá Bjarti og Veröld að stefnt sé að því að gera kvikmynd eftir Úti sem Scott yrði framleiðandi að, ásamt teymi frá Scott Free og True North á Íslandi. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að stýra verkinu. Úti kom út fyrir síðustu jól og er væntanleg á ensku í Bretlandi og Bandaríkjunum í vor. Í framhaldi fylgir svo útgáfa í öðrum löndum. Tímaritið The Times lofsamaði bókina í bókadómi en gagnrýnandi blaðsins sagði Ragnar hafa skapað svo magnað andrúmsloft ofsóknarkenndar og innilokunar að lesendur gætæu vart sleppt taki af bókinni. Meira en þrjár milljónir eintaka af bókum Ragnars hafa selst um heim allan í alls þrjátíu og sex löndum og því var fagnað um helgina að ein milljón eintaka hafi selst af bókum hans í Frakklandi.
Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira