Símar, smábörn og ýmislegt annað bannað í endurkomu Tiger Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 13:01 Endurkoma Tiger Woods hefur vakið mikla athygli eins og sjá mátti á æfingahring hans. Færri komust að en vildu. Keyur Khamar/Getty Images Mastersmótið í golfi hefst í dag og stendur fram til sunnudags, 10. apríl. Tiger Woods tekur þátt aðeins rúmlega ári eftir skelfilegt bílslys. Það fá þó ekki öll að bera goðið augum og þá verða engar myndatökur er símar eru bannaðir á mótinu. Í febrúar á síðasta ári lenti Tiger Woods í skelfilegu bílslysi er hann missti stjórn á bíl sínum. Talið var að kylfingurinn – sem er meðal þeirra bestu í sögunni – myndi aldrei geta spilað golf á nýjan leik. Tiger hefur áður snúið til baka þegar öll von virtist úti og hann ætlar að gera slíkt hið sama nú. Hann var farinn að slá golfbolta undir lok árs 2021 og nú fyrir nokkrum dögum staðfesti hinn 46 ára gamli kylfingur að hann yrði með á mótinu. Ekki nóg með það, hann telur sig geta unnið. Að Tiger sé með á mótinu hefur aukið áhuga gríðarlega og var þétt staðið er hann hitaði upp fyrir mótið í gær, miðvikudag. Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 8, 2001 Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 6, 2022( by Fred Vuich/SI, @PGATOUR) pic.twitter.com/WFcwzwR7lb— Darren Rovell (@darrenrovell) April 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að ekki munu öll sem vilja geta borið þennan magnaða kylfing augum um helgina en að venju eru ýmsar reglur í gildi á mótinu. Til að mynda mega engin ungabörn vera með í för og þá eru símar, spjaldtölvur og fartölvur stranglega bannaðar. Engar eiginhandaráritanir munu eiga sér stað og þá verður bannað að taka skilti með sér til að lýsa yfir stuðning við kylfinga. Drykkir verða drukknir volgir þar sem kælibox verða ekki leyfð og stórir bakpokar eru einnig bannaðir. Nánar um gríðarlegan fjölda reglna á mótinu hér að neðan. Útsending Stöð 2 Golf hefst klukkan 19.00 í dag og stendur útsending yfir til 23.30. Sama er upp á teningnum næstu þrjá daga (8. til 10. apríl). Það ætti því að gefast nægur tími til að sjá endurkomu Tiger Woods. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Í febrúar á síðasta ári lenti Tiger Woods í skelfilegu bílslysi er hann missti stjórn á bíl sínum. Talið var að kylfingurinn – sem er meðal þeirra bestu í sögunni – myndi aldrei geta spilað golf á nýjan leik. Tiger hefur áður snúið til baka þegar öll von virtist úti og hann ætlar að gera slíkt hið sama nú. Hann var farinn að slá golfbolta undir lok árs 2021 og nú fyrir nokkrum dögum staðfesti hinn 46 ára gamli kylfingur að hann yrði með á mótinu. Ekki nóg með það, hann telur sig geta unnið. Að Tiger sé með á mótinu hefur aukið áhuga gríðarlega og var þétt staðið er hann hitaði upp fyrir mótið í gær, miðvikudag. Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 8, 2001 Tiger Woods, 18th hole, Augusta National, April 6, 2022( by Fred Vuich/SI, @PGATOUR) pic.twitter.com/WFcwzwR7lb— Darren Rovell (@darrenrovell) April 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að ekki munu öll sem vilja geta borið þennan magnaða kylfing augum um helgina en að venju eru ýmsar reglur í gildi á mótinu. Til að mynda mega engin ungabörn vera með í för og þá eru símar, spjaldtölvur og fartölvur stranglega bannaðar. Engar eiginhandaráritanir munu eiga sér stað og þá verður bannað að taka skilti með sér til að lýsa yfir stuðning við kylfinga. Drykkir verða drukknir volgir þar sem kælibox verða ekki leyfð og stórir bakpokar eru einnig bannaðir. Nánar um gríðarlegan fjölda reglna á mótinu hér að neðan. Útsending Stöð 2 Golf hefst klukkan 19.00 í dag og stendur útsending yfir til 23.30. Sama er upp á teningnum næstu þrjá daga (8. til 10. apríl). Það ætti því að gefast nægur tími til að sjá endurkomu Tiger Woods. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira