Halldór Jóhann Sigfússon: Þetta var bara alvöru hiti Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. apríl 2022 22:08 „Það er mjög gott að hafa unnið leikinn, við spiluðum að mörgu leiti mjög góðan fyrri hálfleik aftur svipaður og í síðasta leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir fimm marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld, lokastaða 25 - 30. „Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“ UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
„Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“
UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira