AC Milan hafði áhuga á Svövu en hún gæti ekki verið ánægðari með að hafa valið Brann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 16:30 Svava Rós Guðmundsdóttir fagnar marki sínu í 4-0 sigrinum á Tékklandi í undankeppni HM síðasta haust. vísir/Hulda Margrét Eftir erfiða tíma í Frakklandi þar sem hún fékk nánast ekkert að spila nýtur Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, lífsins hjá Brann í Noregi. Svava gekk í raðir Bordeaux í Frakklandi í janúar 2021 en fékk nánast engin tækifæri þar, sérstaklega eftir að nýr þjálfari tók við liðinu um sumarið. Í sumum leikjum var hún ekki einu sinni í leikmannahópi Bordeaux. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux í desember 2021 og í febrúar gekk hún í raðir Noregsmeistara Brann. Hún hefur farið vel af stað með Brann og skorað tvö mörk fyrir liðið sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er búið að vera frábært. Við erum með mjög gott lið og það hefur gengið mjög vel hjá okkur í byrjun,“ sagði Svava á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad í Serbíu á fimmtudaginn og svo Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn eftir viku. Leikirnir eru í undankeppni HM 2023. „Það er mjög góð tilfinning og ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun að fara til Noregs og til Brann,“ sagði Svava. Hún hefur reynslu úr norsku deildinni eftir að hafa leikið með Røa 2018. Hún segir að Brann sé miklu sterkara lið en Røa og norska deildin sé sömuleiðis öflugri en fyrir fjórum árum. „Norska deildin er orðin stærri og það eru miklir peningar í þessu núna,“ sagði hin 26 ára Svava. Í ársbyrjun var hún meðal annars orðuð við AC Milan. Svava viðurkennir að ítalska liðið hafi sýnt henni áhuga en ekkert hafi orðið úr því. „Það var áhugi frá nokkrum löndum og áhugi m.a. frá AC Milan en ekkert sem fór eitthvað lengra,“ sagði Svava. Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Sjá meira
Svava gekk í raðir Bordeaux í Frakklandi í janúar 2021 en fékk nánast engin tækifæri þar, sérstaklega eftir að nýr þjálfari tók við liðinu um sumarið. Í sumum leikjum var hún ekki einu sinni í leikmannahópi Bordeaux. Svava fékk sig lausa frá Bordeaux í desember 2021 og í febrúar gekk hún í raðir Noregsmeistara Brann. Hún hefur farið vel af stað með Brann og skorað tvö mörk fyrir liðið sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er búið að vera frábært. Við erum með mjög gott lið og það hefur gengið mjög vel hjá okkur í byrjun,“ sagði Svava á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í Belgrad í Serbíu á fimmtudaginn og svo Tékklandi í Teplice á þriðjudaginn eftir viku. Leikirnir eru í undankeppni HM 2023. „Það er mjög góð tilfinning og ég gæti ekki verið ánægðari með þessa ákvörðun að fara til Noregs og til Brann,“ sagði Svava. Hún hefur reynslu úr norsku deildinni eftir að hafa leikið með Røa 2018. Hún segir að Brann sé miklu sterkara lið en Røa og norska deildin sé sömuleiðis öflugri en fyrir fjórum árum. „Norska deildin er orðin stærri og það eru miklir peningar í þessu núna,“ sagði hin 26 ára Svava. Í ársbyrjun var hún meðal annars orðuð við AC Milan. Svava viðurkennir að ítalska liðið hafi sýnt henni áhuga en ekkert hafi orðið úr því. „Það var áhugi frá nokkrum löndum og áhugi m.a. frá AC Milan en ekkert sem fór eitthvað lengra,“ sagði Svava.
Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Sjá meira