Segir MeToo-hreyfinguna vera hryðjuverkasamtök Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2022 14:00 Marianne Stidsen segir einnig að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu. Vísir/Getty Lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla hefur sakað MeToo-hreyfinguna og baráttusamtök hinsegin fólks um að vera hryðjuverkasamtök. Hún hefur sjálf verið kærð fyrir stórfelldan ritstuld og hefur nú látið af störfum við háskólann. Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi. MeToo Danmörk Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Marianne Stidsen hefur verið lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla í aldarfjórðung. Hún hefur skrifað fjölda bóka og fræðigreina og er meðlimur í Dönsku akademíunni. Fyrir nokkrum árum fór að standa nokkur styrr um persónu Stidsens, en þó aðallega um skoðanir hennar. Stidsen hefur nefnilega talað gegn MeToo hreyfingunni og samtökum sem berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Vill að forsprakkar MeToo verði sóttir til saka Hún kallar MeToo-hreyfinguna ítrekað hryðjuverkasamtök í greinum sem hún hefur skrifað í dönsk dagblöð á síðustu árum. Hún gengur reyndar ennþá lengra og segir orðið tímabært að sækja helstu aðgerðasinna MeToo-hreyfingarinnar til saka samkvæmt hryðjuverkaákvæði danskra laga, en refsing við að brjóta það ákvæði getur verið allt að ævilangt fangelsi. Hún segir að samtök hinsegin fólk hafi náð óeðlilegum völdum í samfélaginu, skýrt dæmi um það sé að opinberar stofnanir séu farnir að flagga regnbogafána hinsegin fólks við byggingar sínar í tíma og ótíma. Það sé á engan hátt eðlilegt. Hún hefur varað við því að þessi barátta geti hreinlega leitt til þess að hinn frjálsi heimur líði undir lok og hefur líkt hugmyndafræði þeirra við nasisma, stalínisma og kommúnisma. Sek um ritstuld í doktorsritgerð Marianne Stidsen var í fyrra kærð til siðanefndar Kaupmannahafnarháskóla fyrir ritstuld í doktorsritgerð sinni sem hún varði árið 2015. Stidsen segist vera fórnarlamb hugmyndafræðilegra ofsókna sem hafi það að markmiði að hindra að fólk sem ekki sé sammála MeToo-hreyfingunni skuli helst ekki hafa rétt á því að vera með vinnu. Svokölluð slaufunarmenning. Hin óformlega MeToo-hreyfing hefur verið fyrirferðamikil í þjóðfélagsumræðunni á síðastliðnum árum.Getty Niðurstaða rannsóknar siðanefndarinnar er engu að síður að Stidsen sé sek um ritstuld í doktorsritgerð sinni. 159 dæmi séu um slíkt á blaðsíðunum 1.300. Stidsen heldur þó til streitu sakleysi sínu, segist hafa umorðað texta frá uppsláttarritum og alfræðiorðabókum og að slíkt sé ekki ritstuldur. Helsti stuðningsmaður Stidsens er Morten Messerschmidt, sem er formaður Danska þjóðarflokksins sem hefur helst unnið sér til frægðar, eða vansæmdar, að berjast af krafti gegn réttindum flóttafólks og innflytjenda. Hann segir í samtali við Weekendavisen að háskólinn vilji losna við hana, einfaldlega af því að hún hafi andmælt þeirri hugmyndafræði sem þar sé við lýði. Hann viðurkennir þó að hafa hvorki kynnt sér ritgerð Stidsens né greinargerð siðanefndar, en byggi þessa skoðun sína eingöngu á samtölum við Stidsen. Stidsen hefur sagt upp störfum við stofnun Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og málvísindum eftir 25 ára starf. Hún segist hafa fórnað öllu fyrir háskólann sem hafi losað sig við hana fyrir það eitt að vera gagnrýnin rödd í lýðræðissamfélagi.
MeToo Danmörk Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira