Ísland veitir 400 milljónum í neyðaraðstoð í Afganistan Heimsljós 1. apríl 2022 08:55 OCHA Utanríkisráðherra tilkynnti um samtals 400 milljóna króna framlag Íslands til neyðaraðstoðar í Afganistan á fjáröflunarfundi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þar af er 360 milljóna króna framlag fyrir tímabilið 2022-2024 sem skiptist milli Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þá tilkynnti ráðherra einnig um fjörtíu milljóna króna framlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Um er að ræða áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu og lykilstofnanir í verkefnum Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Afganska þjóðin stendur frammi fyrir mikilli neyð en áætlað er að 24 milljónir íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda þar sem lífskjör hafa hríðversnað og um helmingur afgönsku þjóðarinnar býr við mikið fæðuóöryggi. Í ávarpi sínu ítrekaði utanríkisráðherra einnig mikilvægi þess að tryggja aðgang stúlkna að menntun. „Áframhaldandi skerðing grundvallar mannréttinda undir stjórn Talibana veldur miklum vonbrigðum. Einkum er ákvörðun þeirra um að útiloka stúlkur frá mið- og gagnfræðiskólanámi mikið áhyggjuefni og mun valda miklum skaða, ekki einungis fyrir stúlkurnar sjálfar og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir framtíð Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra meðal annars. Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til fundarins í dag í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa í Afganistan en mannúðarákall Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan þetta árið nemur 4,4 milljörðum Bandaríkjadala. Er þetta stærsta ákall Sameinuðu þjóðanna til þessa, enda hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð þrefaldast frá því sem hún var í fyrra. Ísland leggur eftir sem áður áherslu á fyrirsjáanleg framlög, ekki síst í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent
Þar af er 360 milljóna króna framlag fyrir tímabilið 2022-2024 sem skiptist milli Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Þá tilkynnti ráðherra einnig um fjörtíu milljóna króna framlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Um er að ræða áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu og lykilstofnanir í verkefnum Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Afganska þjóðin stendur frammi fyrir mikilli neyð en áætlað er að 24 milljónir íbúa þurfi á mannúðaraðstoð að halda þar sem lífskjör hafa hríðversnað og um helmingur afgönsku þjóðarinnar býr við mikið fæðuóöryggi. Í ávarpi sínu ítrekaði utanríkisráðherra einnig mikilvægi þess að tryggja aðgang stúlkna að menntun. „Áframhaldandi skerðing grundvallar mannréttinda undir stjórn Talibana veldur miklum vonbrigðum. Einkum er ákvörðun þeirra um að útiloka stúlkur frá mið- og gagnfræðiskólanámi mikið áhyggjuefni og mun valda miklum skaða, ekki einungis fyrir stúlkurnar sjálfar og fjölskyldur þeirra, heldur fyrir framtíð Afganistan,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra meðal annars. Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til fundarins í dag í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa í Afganistan en mannúðarákall Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan þetta árið nemur 4,4 milljörðum Bandaríkjadala. Er þetta stærsta ákall Sameinuðu þjóðanna til þessa, enda hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð þrefaldast frá því sem hún var í fyrra. Ísland leggur eftir sem áður áherslu á fyrirsjáanleg framlög, ekki síst í mannúðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent