Rory McIlroy: Yrði stórkostlegt fyrir golfið ef Tiger Woods spilar á Masters Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 13:01 Tiger Woods og Rory McIlroy eru hér á góðri stundu og í góðum hópi með þeim Jack Nicklaus og Gary Player. Getty/Tom Pennington Mikill spenningur er í golfheiminum í aðdraganda Mastersmótsins, fyrsta risamóti ársins, eftir að það fréttist af því að Tiger Woods ætli mögulega að vera með. Tiger Woods spilaði heilan hring á Augusta National golfvellinum á þriðjudaginn sem ýtti undir væntingarnar um að hann verði með á mótinu. Tiger hefur ekki keppt á alvöru golfmóti síðan að hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar 2021. Það eru liðin 500 dagar síðan að Tiger var með á móti á bandarísku PGA-mótaröðinni en hann keppti á góðgerðamóti með syni sínum Charlie í lok síðasta árs. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy fagnaði fréttum af því að Woods yrði með þegar keppnin hefst á Mastersmótinu í næstu viku. „Það yrði stórkostlegt fyrir golfíþróttina, fyrir Mastersmótið og fyrir alla ef Tiger væri með,“ sagði Rory McIlroy en hann var staddur í San Antonio í Texas fylki þar sem hann keppir á Valero Texas Open í þessari viku. „Það myndi bæta svo miklu við mótið. Allt sem Tiger Woods gerir í golfi vekur athygli og stækkar viðburðinn. Það væri æðislegt að hafa hann með okkur,“ sagði Rory. Tiger Woods spilaði hringinn á Augusta National golfvellinum í vikunni með syni sínum Charlie sem er þegar orðinn öflugur kylfingur. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og sá síðasti kom einmitt á Mastersmótinu árið 2019. Þá hafði hann ekki unnið risamót síðan 2008. „Hann var þarna á þriðjudaginn og augljóslega var hann að skoða hvað hann getur gert. Það er samt auðvitað bara hann sjálfur og enginn annar sem veit það hvort hann geti klárað svona mót og verið samkeppnishæfur,“ sagði Rory. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods spilaði heilan hring á Augusta National golfvellinum á þriðjudaginn sem ýtti undir væntingarnar um að hann verði með á mótinu. Tiger hefur ekki keppt á alvöru golfmóti síðan að hann slasaðist illa á fæti í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar 2021. Það eru liðin 500 dagar síðan að Tiger var með á móti á bandarísku PGA-mótaröðinni en hann keppti á góðgerðamóti með syni sínum Charlie í lok síðasta árs. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy fagnaði fréttum af því að Woods yrði með þegar keppnin hefst á Mastersmótinu í næstu viku. „Það yrði stórkostlegt fyrir golfíþróttina, fyrir Mastersmótið og fyrir alla ef Tiger væri með,“ sagði Rory McIlroy en hann var staddur í San Antonio í Texas fylki þar sem hann keppir á Valero Texas Open í þessari viku. „Það myndi bæta svo miklu við mótið. Allt sem Tiger Woods gerir í golfi vekur athygli og stækkar viðburðinn. Það væri æðislegt að hafa hann með okkur,“ sagði Rory. Tiger Woods spilaði hringinn á Augusta National golfvellinum í vikunni með syni sínum Charlie sem er þegar orðinn öflugur kylfingur. Tiger hefur unnið fimmtán risatitla og sá síðasti kom einmitt á Mastersmótinu árið 2019. Þá hafði hann ekki unnið risamót síðan 2008. „Hann var þarna á þriðjudaginn og augljóslega var hann að skoða hvað hann getur gert. Það er samt auðvitað bara hann sjálfur og enginn annar sem veit það hvort hann geti klárað svona mót og verið samkeppnishæfur,“ sagði Rory.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira