Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 10:31 Gústi og Sveppi í lauginni í gær. „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira
Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Sjá meira
Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21