Björgvin Karl bestur í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson átti mjög góða helgi í átta manna úrslitum heimsleikanna í CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sýndu styrk sinn þegar undankeppni heimsleikanna hélt áfram um helgina. Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru nú að baki og íslenska íþróttafólkið lét miklu meira að sér kveða heldur en í The Open á dögunum þar sem enginn var meðal efstu manna eða kvenna. Í þessarri öðrum hluta undankeppninnar kepptist CrossFit fólk heimsins að tryggja sér sæti í undanúrslitunum þar sem sæti á heimsleikanna verða í boði í sumar. Það var því mikið undir í keppni helgarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri allra, ekki bara af þeim íslensku, heldur varð hann efstur í Evrópuhlutanum. Björgvin Karl sýndi þar og sannaði einu sinni enn hversu stöðugur og öflugur hann er. Björgvin Karl gerði betur en Willy Georges frá Frakklandi og Lazar Dukic frá Serbíu sem komu næstir. Haraldur Holgeirsson náði síðan 22. sætinu sem var glæsilegt hjá honum en þeir voru einu íslensku karlarnir á topp fimmtíu. Sara Sigmundsdóttir gerði betur og betur með hverri vikunni af The Open og hún hélt áfram að hækka sig í átta manna úrslitunum. Sara var um tíma í efsta sætinu, datt niður í sjötta sætið eftir dag tvö en hækkaði sig aftur á lokadeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara náði að lokum fjórða besta árangrinum í Evrópu og endaði ofar en allar íslensku stelpurnar. Það voru bara Gabriela Migala frá Pólland, Emma McQuaid frá Írlandi og Jacqueline Dahlström frá Noregi sem náðu betri árangri en Sara. Sólveig Sigurðardóttir sprakk út á síðasta tímabili og núna náði hún áttunda besta árangrinum í Evrópu í átta manna úrslitum sem er frábær árangur. Þuríður Erla Helgadóttir varð fjórtánda og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 22. sætinu en Ísland átti þar með fjórar konur á listanum yfir þær fimmtíu bestu í Evrópu. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 51. sætinu og var því ótrúlega nálægt því að vera í þeim hópi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira