„Ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Eyrún hefur glím við sjúkdóminn frá unglingsaldri. Eyrún Telma Jónsdóttir er nýbúin í aðgerð þar sem legið, eggjaleiðarar og leghálsinn var fjarlægður vegna endómetríósu sem Eyrún hefur glímt við frá því að hún var unglingur. Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér. Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á hennar líf og lífsgæði, sjúkdómurinn er krónískur og sársaukafullur sem 5 til 10 prósent kvenna glíma við. Eyrún segir mikilvægt að hlustað sé á konur sem leita til lækna vegna endómetríósu og sjúkdómurinn sé oft vanmetin. Hún fékk loks almennilega greiningu 22 ára og segir hún að það hafi verið áfall og þá einna þess vegna þess að sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi. Eva Laufey ræddi við Eyrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var búin að hafa skrýtna tilfinningu frá því að ég var unglingur um það að ég gæti ekki eignast börn. Ég veit ekki af hverju. Ég fæ greininguna og ári seinna byrjum við að reyna eignast börn því við hugsuðum að þetta þyrfti frekar að gerast fyrr en seinna,“ segir Eyrún en hún og eiginmaðurinn hennar Rúnar reyndu í þrjú ár án árangurs að eignast barn en það heppnaðist síðan þegar þau fóru í glasafrjóvgun og eignuðust þau þá tvíbura. „Ég varð alveg töluvert verri eftir fæðinguna og í raun miklu verra. Svo eftir bólusetningarnar magnaðist þetta miklu meira upp. Þetta eru rosalega mikil óþægindi í kringum kviðarsvæðið. Það er svo ótrúlega lýjandi og þreytandi að vera alltaf í sársauka. Ef þetta var ekki eins og brjálæðislega miklir túrverkir þá var þetta eins og hríðarverkir, eða miklir meltingarverkir eða allt stíflast upp eða þú ert á klósettinu allan daginn. Svo viku seinna koma gríðarlegir egglosverkir og maður fær eiginlega enga pásu, það koma svo fáir góðir dagar.“ Eyrún komst að hjá Endóteymi Landspítala en biðtíminn er um átta mánuðir. Hennar tilfelli var metið alvarlegt og talið líklega að hún þyrfti á aðgerð að halda. En svörin voru samt sem áður óskýr. „Mig langaði mest að komast að í aðgerð hjá Landspítalanum því það er niðurgreitt en ég bókaði samt tíma á Klíníkinni og rædd þar við Jón Ívar sem er sérfræðingur í þessum málaflokki. Ég vissi að ég þyrfti á aðgerð að halda en vissi samt líka að ég hafði ekki peninginn til þess,“ segir Eyrún en sjúkratryggingar niðurgreiða ekki aðgerðir Jóns Ívars. „Ég er svo heppin að ég á svo ótrúlega vini og fjölskyldu og þær bjuggu til styrktarhóp fyrir mig, án minnar vitundar og mættu einn daginn heim til mín með kvittun frá Klíkinni upp á 1,2 milljónir. Þetta var algjörlega ómetanlegt og yfirþyrmandi fyrir mig. Algjörlega ólýsanleg tilfinning.“ Núna eru tvær vikur frá aðgerð og finnur Eyrún gríðarlegan mun á sér.
Ísland í dag Kvenheilsa Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira