„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 23:31 Androulakis var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ástandið í Maríupól við fréttamenn á flugvellinum í Aþenu. EPA/ALEXANDROS VLACHOS Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. Reuters greinir frá því að Manolis Androulakis hafi aðstoðað tugi Grikkja við að yfirgefa borgina á síðustu dögum. Hann hafi síðan sjálfur yfirgefið borgina í dag. Androulakis segir að Maríupól muni fljótt skipa sér sess meðal þeirra borga sem þekktar eru fyrir þá gríðarmiklu eyðileggingu og þær hörmungar sem yfir þær hafa dunið á stríðstímum. Þar megi nefna Guernica á Spáni, Coventry í Englandi, Aleppo í Sýrlandi, og Grozny og Leníngrad í Rússlandi. „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá,“ sagði Androulakis þegar hann var lentur á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi, hvar fjölskylda hans tók á móti honum. Gríska utanríkisráðuneytið segir að Androulakis hafi verið síðasti erindreki Evrópusambandslanda til þess að yfirgefa borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem er að stórum hluta án rafmgangs, gass og vatns. Þá er símasamband til borgarinnar stopult og árásir Rússa á borgina svo tíðar að íbúar hennar verja meirihluta tíma síns í sprengjuskýlum og neðanjarðarbyrgjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grikkland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Reuters greinir frá því að Manolis Androulakis hafi aðstoðað tugi Grikkja við að yfirgefa borgina á síðustu dögum. Hann hafi síðan sjálfur yfirgefið borgina í dag. Androulakis segir að Maríupól muni fljótt skipa sér sess meðal þeirra borga sem þekktar eru fyrir þá gríðarmiklu eyðileggingu og þær hörmungar sem yfir þær hafa dunið á stríðstímum. Þar megi nefna Guernica á Spáni, Coventry í Englandi, Aleppo í Sýrlandi, og Grozny og Leníngrad í Rússlandi. „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá,“ sagði Androulakis þegar hann var lentur á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi, hvar fjölskylda hans tók á móti honum. Gríska utanríkisráðuneytið segir að Androulakis hafi verið síðasti erindreki Evrópusambandslanda til þess að yfirgefa borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem er að stórum hluta án rafmgangs, gass og vatns. Þá er símasamband til borgarinnar stopult og árásir Rússa á borgina svo tíðar að íbúar hennar verja meirihluta tíma síns í sprengjuskýlum og neðanjarðarbyrgjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grikkland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30
Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03