Leclerc vann í Barein | Verstappen þurfti að hætta keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 17:21 Charles Leclerc fagnar sigri dagsins meðan flugeldum er skotið á loft. Twitter@F1 Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni. Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum. Formúla Barein Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum.
Formúla Barein Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira