Helena Sverrisdóttir: Ég er gífurlega stolt af þessum stelpum Árni Jóhannsson skrifar 19. mars 2022 22:05 Helena og stöllur hennar fagna titlinum. Vísir/Bára Dröfn Helena Sverrisdóttir var virkilega ánægð með liðsheildina þegar Haukar urðu bikarmeistarar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Þær lögðu Breiðablik 88-81 í Smáranum í hörkuleik en varnarleikur og reynsla liðsins kláraði verkefnið í fjórða leikhluta en leikurinn var jafn nánast allar 40 mínúturnar. Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Helena sjálf var með nærrum því þrefalda tvennu en hún skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. „Viljinn var bara þvílíkt til staðar hjá okkur “, sagði Helena þegar hún var spurð hvað hafi skorið úr um sigurvegara í kvöld. „Við lentum í smá áfalli á fimmtudaginn þegar við missum Keiru [Robinson] í meiðsli en við vorum bara ótrúlega samheldnar og flottar í kvöld.“ Helena Sverrisdóttir var einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu.Vísir/Bára Dröfn Helena skoraði ekki nema níu stig í undanúrslitunum á móti Njarðvík en endaði með 19 stig í kvöld en öll stigin hennar voru mjög mikilvæg. Hvað breyttist á milli leikja? „Við erum bara með frábæra leikmenn og aðrir voru að skora á fimmtudaginn. Ég þurfti ekki að skora eins mikið þá. Í kvöld þá þurfti ég að skora aðeins meira og þá fundu þær mig meira í kvöld. Við erum bara með frábært lið og ég er gífurlega stolt af þessum stelpum í dag og ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þær.“ En hvað gerir svona sigur fyrir liðið upp á loka átökin í deildinni? „Bara gríðarlega mikið. Við spilum án Keiru sem er okkar aðalleikstjórnandi og vara leikstjórnandinn okkar Jana [Falsdóttir] kemur inn og stendur sig ógeðslega vel. Allir bara stigu upp og gerðu rosalega vel í dag. Þá var Helena spurð hvort það væri nokkuð að verða þreytt að vinna titla en Helena stígur varla inn á völlinn hér á landi nema að vinna titil. Bekkurinn hjá Haukum hvetur samherja sína áfram.Vísir/Bára Dröfn „Af hverju ætti það að vera þreytt. Svona á þetta að vera. Þetta geggjað gaman. Nú er maður komin með dóttur í stúkuna sem er búin að vera eiginlega spenntari en ég fyrir möguleikanum að vinna bikar. Þetta er bara ógeðslega gaman“, sagði sú besta skælbrosandi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Breiðablik 88-81 | Haukar bikarmeistarar 2022 Haukar voru og verða áfram ríkjandi bikarmeistarar eftir sjö stiga sigur á Breiðabliki í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-81. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir væntanleg. 19. mars 2022 21:35