Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 11:52 Thelma Rún Heimisdóttir var í Tókýó þegar skjálftinn varð skammt frá Fukushima í gær. Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum. Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News
Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira