Vann Players-mótið fyrir móður sína og systur sem hann hafði ekki séð í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2022 09:30 Cameron Smith fagnar með bikarinn sem hann fékk fyrir sigur á Players meistaramótinu. AP/Gerald Herbert Ástralinn Cameron Smith fagnaði sigri á Players-meistaramótinu í golfi í gær en þetta var frábær vika fyrir þennan viðkunnanlega Ástrala. Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith. Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Smith, sem er aðeins 28 ára gamall, tryggði sér 3,6 milljónir dala í verðlaunafé með þessum sigri eða um 477 milljónir króna. Family means everything to Cameron Smith. pic.twitter.com/RE37XXWVzI— Golf Channel (@GolfChannel) March 14, 2022 Þetta var hans stærsti sigur á ferlinum en Ástralinn með sítt að aftan hefur verið á mikilli uppleið síðustu misseri og er til alls líklegur í framhaldinu. Þetta var líka sérstök vika af öðrum ástæðum. Cameron var að hitta móður sína og systur í fyrsta sinn í tvö ár. Sharon, mamma hans og systir hans Melanie, flugu til Bandaríkjanna viku fyrir Players-mótið en þau höfðu ekki yfirgefið Ástralíu allan þennan tíma vegna sóttvarnarreglna í landinu. Win for Cameron Smith.Win for his family pic.twitter.com/uaqYIDFsLR— PGA TOUR (@PGATOUR) March 14, 2022 Cameron sjálfur hafði komið sér upp heimili á Flórída. „Ég hafði ekki séð þær í tvö ár. Það var virkilega svalt að hafa þær hér,“ sagði Cameron Smith og röddin hans var við það að brotna. „Það var í forgangi hjá mér að eyða tíma með þeim og golfið var í öðru sæti. Það er mjög gaman að sjá þær og hvað þá að ná að vinna mótið fyrir þær,“ sagði Smith.
Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira