Óli Kristjáns: PSG er svolítill plastklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 13:01 Neymar og félagar í PSG eru úr leik í Meistaradeildinni og nú dugði ekki einu sinni að ná í Lionel Messi. AP/Manu Fernandez Gærkvöldið var ekki kvöld franska stórliðsins Paris Saint Germain sem enn á ný mistókst að fara alla leið í Meistaradeildinni. Nú ekki lengra en í sextán liða úrslitin. Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Meistaradeildarmörkin á Stöð 2 Sport 2 fóru yfir stórleik Real Madrid og Paris Saint Germain sem Real menn unnu 3-1 og þar með 3-2 samanlagt. „Það verður erfitt að toppa leikinn í kvöld, í svona drama, tilfinningum og öðru slíku,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Meistaradeildarmarkanna. „Þetta Meistaradeildarævintýri PSG er að bíða hnekki enn einu sinni,“ sagði Ólafur en það er óhætt að segja að franska félagið hafi sett mikinn pening í að vinna loksins Meistaradeildina. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Meistaradeildarmarkanna kom með nokkur dæmi þar sem PSG hefur klúðrað niður góðri stöðu eins og á móti Barcelona og Manchester United svo eitthvað sé nefnt. Þessi leikur var enn eitt dæmið um það. „Það eru allt mismunandi knattspyrnustjórar og þjálfarar sem eru með liðið. Maður spyr sig því hvort að þetta sé í DNA klúbbsins,“ spurði Kjartan Atli. „Heldur þú að það sé eitthvað DNA í klúbbnum,“ svaraði Ólafur á móti. „Ég er ekki viss um það að það sé eitthvað DNA í klúbbnum. Þú finnur það stundum þegar þú kemur inn í sveitta búningsklefa að það er eitthvað þarna. Ég hef það á tilfinningunni að það sé ekki þannig hjá PSG,“ sagði Ólafur. „Þetta er svolítill plastklúbbur ef maður getur sagt sem svo. Hann er byggður í kringum gríðarlega mikið fjármagn og því er ausið í þennan klúbb. Það á að gera allt í krafti fjármagns til að ná í þennan stóra titil. Það hefur ekki tekist ennþá og það held ég að sé ákveðin blessun fyrir okkur sem eru örlitlir rómantíkerar í fótboltanum,“ sagði Ólafur. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um PSG eftir enn eitt Meistaradeildarklúðrið
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira