Einhentur en stefnir á heimsleikana: „Kærastan er fyrirmyndin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2022 10:30 Breki Þórðarson lætur ekkert stöðva sig. Breki Þórðarson er 23 ára byggingartæknifræðinemi og Crossfit kappi sem stefnir á heimsleikana í Crossfit árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag CrossFit Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira