Einhentur en stefnir á heimsleikana: „Kærastan er fyrirmyndin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2022 10:30 Breki Þórðarson lætur ekkert stöðva sig. Breki Þórðarson er 23 ára byggingartæknifræðinemi og Crossfit kappi sem stefnir á heimsleikana í Crossfit árið 2022. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag CrossFit Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir miklum hindrunum í lífinu og hefur engan tíma til að vorkenna sér. Eva Laufey hitti Breka í vikunni og fékk að heyra hans sögu. „Ég hef alltaf verið rosalega opinn persónuleiki og alltaf verið mjög sjálfsöruggur. Ég er samt ekki að segja að þetta hafi alltaf verið fáránlega auðvelt og rosalega gaman. Til dæmis ein mjög sterk minning úr æsku hjá mér var þegar ég var heima hjá vini mínum og hann biður mig um að gera eitthvað með vinstri hendinni og ég svara þá að ég geti það ekki. Hann svarar, já auðvitað ég var búinn að gleyma því. Þetta er alveg minning sem er frekar sterk hjá mér,“ segir Breki sem bætir við að krakkarnir hafi í raun aldrei mikið velt þessu fyrir sér. „Ég hef alltaf verið mikill íþróttamaður og prófaði í rauninni allt. Síðan í 8. bekk prófaði ég borðtennis í félagsmiðstöðinni og fannst það geðveikt. Ég byrjaði að æfa borðtennis sem var eiginlega lífið mitt næstu sjö árin. Ég varð Íslandsmeistari í efstu deild Íslands og deildarmeistari á sama ári með liðinu mínu KR. Eftir það fluttu liðsfélagar mínir út og ég var ekki alveg viss hvort ég vildi halda áfram. Síðan byrja ég í ræktinni árið 2018 og fannst það leiðinlegt og síðan árið 2019 heyri ég í félaga mínum sem er að þjálfa Crossfit og fékk að mæta á æfingu hjá honum, og þá var ekki aftur snúið.“ Þarf að vera á topp fimm Eins og áður segir stefnir Breki á heimsleikana á þessu ári og nú er búið að opna fyrir flokka sem hann getur tekið þátt í. Sérstakur flokkur er til fyrir menn eins og Breka, fyrir fólk sem hefur ekki fullan styrk á efri hluta líkamans. „Til þess að öðlast þátttökurétt þarf ég að vera í topp fimm í heiminum. Ég byrjaði undirbúninginn í lok ágúst og tók eina keppni í október og þá var ég í tólfta eða þrettánda sæti en síðan þá hefur fullt gerst,“ segir Breki og heldur áfram og talar um fyrirmyndina sína í lífinu. „Kærastan er fyrirmyndin mín. Hún sem sagt skráði sig í nám sem hún hafði mjög mikinn áhuga á og ég fylgdist með henni helga lífi sínu þessu námi. Hún fór gjörsamlega alla leið. Það var líka partur af því að mig langaði að stefna á heimsleikana og athugað hvort ég geti þetta líka. Ég vil að ég verði góður íþróttamaður, þrátt fyrir vinstri höndina. Ekki að ég sé svo góður miðað við að ég er með eina hönd. Bara að ég sé góður, punktur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira