„Vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:38 Ralf Rangnick gerir sér grein fyrir því að Manchester United þarf að vinna leiki. AP Photo/Jon Super Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki. „Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
„Mér finnst við hafa spilað vel í fyrri hálfleik, en auðvitað er alltaf erfitt að fá á sig mark snemma,“ sagði Þjóðverjinn að leik loknum. „Við komum til baka og skoruðum frábært mark en fengum svo annað á okkur fljótlega eftir það. Þetta var virkilega erfiður leikur á móti einu besta liði heims.“ „Svo fáum við á okkur fjórða markið í uppbótartíma og þetta var erfiður leikur sem sýnir okkur hversu langt við eigum í land til að brúa bilið á milli þessara liða.“ Þrátt fyrir að heimamenn í Manchester City hafi verið betri aðilinn í leiknum og verið tæplega 70 prósent með boltann segir Rangnick að leikkerfið sem hann stillti upp í hafi virkað. „Það var að virka. Við vissum að ef að vildum eiga möguleika á því að vinna leikinn þá þyrftum við að hlaupa mikið. Þú þarft að vera með það hugarfar að þú ætlir að sækja og við gerðum það í fyrri hálfleik. Það var þriðja markið sem drap þetta.“ „Það er erfitt að spila á móti þeim. Ef við sækjum með háa línu þá þurfum við að hlaupa mikið til baka. Þriðja markið sem þeir skora er virkilega vel útfærð hornspyrna sem nánast ómögulegt er að verjast. Í seinni hálfleik voru þeir betra liðið og sýndu gæði sín þar og við vorum í vandræðum. sérstaklega eftir þriðja markið.“ Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo og Edinson Cavani voru ekki í leikmannahópi Manchester United. Þjálfarinn segist ekki vita hvenær von sé á þeim aftur. „Ég veit það ekki. Ég vonaðist til að hafa þá tilbúna í þennan leik. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan á móti Tottenham og Atletico Madrid og við verðum að fara að einbeita okkur að þeim.“ Þjóðverjinn gerir sér grein fyrir því að liðið þarf á sigrum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og segir að munurinn á þessum tveimur Manchester-liðum hafi sést í dag. „Í seinni hálfleik sást munurinn, en í fyrri hálfleik var þetta jafn leikur. Það vita allir hversu góðir þeir eru. Þeir eru eitt af bestu liðum heims og það er klárlega bil á milli þessara liða.“ „Við vitum það fullvel að við þurfum að vinna leiki. Þetta er einn af þeim erfiðustu og það er hægt að sætta sig við það að þeir voru betri í dag. En nú þurfum við að horfa á næstu leiki og við verðum að vinna næstu tvo heimaleiki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Englandsmeistararnir höfðu betur í borgarslagnum Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 6. mars 2022 18:29