Nýr stjóri Leeds: Ted Lasso þættirnir eru ekki að hjálpa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 11:30 Jesse Marsch stýrir Leeds United í fyrsta sinn um helgina. EPA-EFE/FILIP SINGER Jesse Marsch er nýtekinn við knattspyrnustjórastarfi Leeds United eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Þessi bandaríski stjóri segist eins og aðrir landar hans í þjálfun þurfa að glíma við fordóma gagnvart bandarískum knattspyrnuþjálfurum. Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022 Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira