Dagný Lísa: „Ég var ekki að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 2. mars 2022 23:30 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar sátt eftir 4 stiga sigur Fjölnis á Njarðvík í Dalhúsum í kvöld, 80-76. „Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira