„Galið“ að hugsa um fernuna á þessum tímapunkti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2022 07:00 Jürgen Klopp hafði ekki mikinn áhuga á að ræða um möguleika Liverpool á að vinna fernuna. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það sé algjörlega galin hugsun að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti tímabilsins hvort að liðið geti unnið fernuna. Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022 Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira
Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022
Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Sjá meira