„Galið“ að hugsa um fernuna á þessum tímapunkti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2022 07:00 Jürgen Klopp hafði ekki mikinn áhuga á að ræða um möguleika Liverpool á að vinna fernuna. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það sé algjörlega galin hugsun að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti tímabilsins hvort að liðið geti unnið fernuna. Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022 Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Liverpool mætir Norwich í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld, aðeins þremur dögum eftir að liðið tryggði sér enska deildarbikarmeistaratitilinn í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea. Liverpool á því enn góða möguleika á því að vinna FA-bikarinn, en liðið er einnig í harðri titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að vera í góðri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýski þjálfarinn fór stuttlega yfir leik liðsins gegn Chelsea síðasta sunnudag áður en hann minnti fólk á það að það sé í raun galin pæling að ætla sér að fara að hugsa um alla titlana sem gætu orðið á þessu stigi tímabilsins. „Þegar ég horfi til baka á leikinn gegn Chelsea þá sé ég að hugarfar beggja liða var algjörlega ótrúlegt. Hraðinn í leiknum var mikill og bæði lið reyndu að pressa eins og þau gátu í 120 mínútur. Það er engin spurning um að hugarfarið var frábært, ekki bara hjá Chelsea, heldur hjá okkur líka,“ sagði Klopp. „Að vinna vítaspyrnukeppnina síðan 11-10 sýnir að einbeitingin var klikkuð allan leikinn. Þannig að hugarfarið var frábært og mjög mikilvægt. Munum við halda því út allt tímabilið? Ég veit það ekki, en við munum reyna.“ „Engu liði í sögu bresks fótbolta hefur tekist að vinna fernuna af því að það er virkilega erfitt. Við unnum deildarbikarinn, en við erum á eftir Manchester City í deildinni og við mætum Norwich á morgun [í dag] eftir 120 mínútur seinasta sunnudag. Og svo mætum við West Ham.“ „Það er ekki það að við séum einu sinni nálægt því að hugsa um svo galna hluti eins og fernuna. Við viljum bara vera vissir um að strákarnir séu í standi til að mæta Norwich.“ „Að hugsa til þess að við eigum möguleika á því gæti verið hrós, en ég þarf ekki á því að halda. Viðhorfum ekki á þetta og hugsum: „Vá, við erum nálægt því að vinna fernuna.“ Við erum ekki nálægt neinu eins og er. Við erum enn í þremur keppnum eins og mörg önnur lið og þannig er það,“ sagði Klopp að lokum. #LFC have just got their hands on the first major trophy on offer this season, but Jurgen Klopp isn't interested in any quadruple talk...❌pic.twitter.com/fIPQt4OX2P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 1, 2022
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira