Snorri Steinn: „13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 18:00 Snorri Steinn, þjálfari Vals var sáttur með 13 marka sigur. Vísir: Elín Björg Snorri Steinn Guðjónsson var sáttur þegar Valsarar sigruðu KA með þrettán mörkum í Olís-deild karla í dag. Valsarar mættu gríðarlega öflugir til leiks og tóku völdin strax á fyrstu mínútunum. Lokatölur 33-20. „Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“ Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Eðlilega er ég mjög glaður og ánægður með strákana. 13 marka sigur gerist ekki á hverjum degi og við vorum að spila á móti liði sem er búið að vera í góðum gír. Við vorum flottir í dag og tikkuðum í mörg box þannig að dróum úr þeim tennurnar hægt og rólega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður með heilsteyptan leik hjá mínum mönnum.“ Valsarar voru góðir á öllum vígstöðum í dag, hvort sem það var varnarleikurinn eða sóknarleikurinn. Snorri sagði að það hafi flest allt gengið upp hjá þeim í dag á meðan KA-menn hittu á slæman dag. „Það er ekkert eitthvað eitt. Þegar þú vinnur svona stóran sigur á góðu liði þá er yfirleitt flest sem gengur upp. Að sama skapi eru KA-menn eflaust óánægðir með sinn leik og þeir hittu kannski ekki á sinn besta dag. Við vorum bara flottir og vorum mjög grimmir í byrjun. Mér fannst þeir ekki finna mikið af svörum við okkar varnarleik og Bjöggi var frábær í markinu. Varnarleikurinn og markvarslan var að tikka og þá fylgdu hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Liðin mættust á Akureyri í síðustu viðureign liðanna og þá voru Valsarar einnig með öll tök á leiknum og unnu með 9 mörkum, 26-35. Aðspurður hvort hann væri kominn með KA í vasann taldi hann það ekki heldur dagsformið á liðunum. „Mér finnst óþarfi að vera tala um eitthvað svoleiðis. Þetta var bara ekki þeirra dagur og við á góðum degi. Við erum ekkert með þá meira í vasanum heldur en eitthvað annað lið. Ég lít ekki á það þannig.“ Snorri vill að strákarnir njóti í kvöld en setji svo fókusinn í næsta leik og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á. „Ég vill að þeir njóti þessa sigurs og svo þurfum við að setja fókusinn í næsta leik og halda áfram. Þetta er bara eitt skref af mörgum og við ætlum ekki að staldra lengi við þetta. Þetta var lítill partur og löngu tímabili og bara fókus og áfram vilji til þess að verða betri.“
Valur Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Valur - KA 33-20| Valsarar völtuðu yfir KA Íslandsmeistarar Vals tóku á móti KA í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Búist var við spennandi leik en það gekk hinsvegar ekki þar sem Valsarar tóku forystu strax á fyrstu mínútunum og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 33-20. 27. febrúar 2022 15:16
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn