Newcastle taplaust í síðustu sjö leikjum | Cash fékk spjald þegar hann sendi skilaboð til Úkraínu Atli Arason skrifar 26. febrúar 2022 17:30 Matty Cash Getty Images Newcastle og Aston Villa sigurðu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Crystal Palace töpuðu tveimur stigum gegn Burnley. Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022 Enski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Brentford 0-2 Newcastle Newcastle United fjarlægist fallsvæðið eftir 0-2 sigur á Brentford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Pelenda Da Silva, leikmaður Brentford, fékk beint rautt spjald á elleftu mínútu og það gerði dagsverk Newcastle auðveldara en Joelinton og Willock gerðu bæði mörkin fyrir gestina á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Brentford náði aðeins einu skoti á mark Newcastle allar 90 mínúturnar. Newcastle er komið upp í 14 sæti deildarinnar með 25 stig, einu meira en Brentford sem er í 15. sætinu. Crystal Palace 1-1 Burnley Jeffrey Schlupp kom Crystal Palace yfir á heimavelli eftir undirbúning Michael Olise og heimamenn voru yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks varð Luka Milivojevic fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafnaði þar með leikinn. Palace sótti mun meira það sem eftir lifði en náði ekki að snúa leiknum sér í hag. Lokatölur 1-1. Burnley er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti, með 21 stig í 18. sætinu á meðan Palace siglir lygnan sjó með 30 stig í 11. sæti deildainnar Brighton 0-2 Aston Villa Steven Gerrard og lærisveinar hans í Aston Villa sóttu stigin þrjú í Brigton og Hove með mörkum frá Matty Cash og Ollie Watkins í sitthvorum hálfleiknum. Matty Cash fékk gult spjald þegar í fagnaðarlátunum eftir markið sitt, Cash fór úr treyju sinni og á bol sem hann var í innan undir voru skilaboð til Tomasz Kędziora, liðsfélaga Cash í pólska landsliðinu. Kędziora spilar með Dynamo Kiev í Úkraínu en athæfið hefur farið misvel í mannskapinn. Jeff Stelling, lýsandi á Sky Sports kallaði til að mynda eftir því að dómarinn myndi lesa í aðstæður í þessu tilviki. Cash og félagar í pólska landsliðinu hafa neitað því að spila gegn Rússlandi í umspili fyrir laust sæti á HM í Katar 2022. Villa er eftir sigurinn með 30 stig í 12. sæti en Brighton er í 10. sæti með 33 stig. "They should just ignore that" Matty Cash was booked for taking his shirt off to display a message in support of people in Ukraine 🇺🇦 pic.twitter.com/SNuDyGq3SZ— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2022
Enski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti