„Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2022 13:01 Arnar Gauti og Berglind eignuðust stúlku árið 2020, þeirra eina barn saman. vísir/vilhelm Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu. Í þættinum fer Arnar Gauti yfir fæðingu Ivy sem var erfið í meira lagi. „Að fá þetta tækifæri að eignast dóttur mína með konunni sem ég elska og ætla deyja með var guðsgjöf,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við áttum erfitt með Ivy þótt fáir viti þessa sögu, en þetta er nú Einkalífið. Við misstum Ivy í fæðingu. Ef við hefðum komið korteri seinna hefðum við ekki átt hana. Hún var komin aðeins fram yfir og búin að missa einhver millibelg. Svo gerðist ekkert. Það sem gerist hjá ungabörnum þegar þau taka þessar fyrstu dökku hægðir þá eru þau yfirleitt fædd. Það gerist hjá Ivy í maganum,“ segir Arnar og bætir við að dóttir þeirra hafi því fengið hægðir í gegnum öndunarveginn. Klippa: Einkalífið - Arnar Gauti Sverrisson „Hún fer að anda að sér þessu slími sem síðan fer að þrengja að henni. Við vissum ekkert að það væri eitthvað að gerast en við förum upp á spítala með einhverja tilfinningu að hún væri komin af stað í fæðingu. Þá er tekið eitthvað sýni af legvatninu og þá er sagt við okkur að við þurfum að fara strax í keisara,“ segir Arnar. Á þessum tímapunkti fyllist fæðingarstofan af heilbrigðisstarfsfólki. „Læknarnir koma til mín og segja, þetta er komið og hún er fædd en hún er rosalega lasin og við þurftum að blása hana til lífs. Berglind kemur síðan inn eftir svæfingu og við horfðum í augun á hvort öðru og sögðum, það verður allt betra. Við þurftum að horfa á hana í öndunarvél og kælingu í þrjá daga sem var rosalega erfiður tími,“ segir Arnar en Ivy jafnaði sig með tímanum og lýsir hann því fallega þegar hann heyrði dóttur sína gráta í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir fæðingu. Hún er í dag alveg heyrnarlaus á öðru eyra en að öðru leyti fullkomin eins og Arnar segir sjálfur. Í þættinum hér að ofan fer Arnar Gauti einnig yfir árin í tískubransanum, æskuárin á Suðurnesjunum, frægt innslag sem hann gerði með Ásgeiri Kolbeins á sínum tíma á Skjá Einum, samband sitt við Berglindi og komandi brúðkaup og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira