Fred hjá Man. Utd: Svolítið skrítið að vera með bráðabirgðastjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 14:30 Fred fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Leeds United á Elland Road um helgina. AP/Jon Super Brasilíumaðurinn Fred hefur fundið sig mun betur hjá Manchester United eftir að Ralf Rangnick tók við af Ole Gunnar Solskjær í nóvember en finnst það svolítið furðulegt fyrirkomulag að ráða bara knattspyrnustjóra til bráðabirgða. Fred var á skotskónum í síðasta leik þegar Manchester United vann 4-2 útisigur á Leeds um síðustu helgi en liðið mætir Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Fred segir að sá leikur hafi verið fullkomið svar við slúðurfréttum um óeiningu innan liðsns. A strange experience...Fred has said Man Utd playing with an interim manager is "strange" and "a little bit bad".Thoughts? #MUFC #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 23, 2022 Fred var í viðtali á portúgölsku og var spurður út í fyrirkomulagið með knattspyrnustjóra félagsins. „Það er svolítið skrítið að vera með bráðabirgðastjóra,“ sagði Fred við TNT Sports. „Ég veit að það er mikilvægt að ná góðum úrslitum í fótbolta eins fljótt og auðið er en það er líka mikilvægt að hafa langtímaplan,“ sagði Fred. „Mér finnst það svolítið slæmt fyrir okkur að vera ekki með framtíðastjóra en þetta snýst allt um skammtímamarkmið núna,“ sagði Fred. „Allir sem koma til þessa félags koma þangað til að vinna titla,“ sagði Fred sem kom til United frá Shakhtar Donetsk árið 2018. United hefur ekki unnið einn titil á tíma hans á Old Trafford. „Það er eins með mig og þá Bruno [Fernandes], Alex [Telles], Cristiano [Ronaldo], [Jadon] Sancho og okkur alla. Við viljum vinna titla en þetta hefur verið langur þurrkur,“ sagði Fred. „Ef þú vilt ekki vinna titla þá áttu ekki skilið að spila fyrir Manchester United. Við erum enn með í Meistaradeildinni en sjáum til hvort við getum ekki komið sterkari inn í næsta tímabil og fundið okkar besta bolta,“ sagði Fred. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Fred var á skotskónum í síðasta leik þegar Manchester United vann 4-2 útisigur á Leeds um síðustu helgi en liðið mætir Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Fred segir að sá leikur hafi verið fullkomið svar við slúðurfréttum um óeiningu innan liðsns. A strange experience...Fred has said Man Utd playing with an interim manager is "strange" and "a little bit bad".Thoughts? #MUFC #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 23, 2022 Fred var í viðtali á portúgölsku og var spurður út í fyrirkomulagið með knattspyrnustjóra félagsins. „Það er svolítið skrítið að vera með bráðabirgðastjóra,“ sagði Fred við TNT Sports. „Ég veit að það er mikilvægt að ná góðum úrslitum í fótbolta eins fljótt og auðið er en það er líka mikilvægt að hafa langtímaplan,“ sagði Fred. „Mér finnst það svolítið slæmt fyrir okkur að vera ekki með framtíðastjóra en þetta snýst allt um skammtímamarkmið núna,“ sagði Fred. „Allir sem koma til þessa félags koma þangað til að vinna titla,“ sagði Fred sem kom til United frá Shakhtar Donetsk árið 2018. United hefur ekki unnið einn titil á tíma hans á Old Trafford. „Það er eins með mig og þá Bruno [Fernandes], Alex [Telles], Cristiano [Ronaldo], [Jadon] Sancho og okkur alla. Við viljum vinna titla en þetta hefur verið langur þurrkur,“ sagði Fred. „Ef þú vilt ekki vinna titla þá áttu ekki skilið að spila fyrir Manchester United. Við erum enn með í Meistaradeildinni en sjáum til hvort við getum ekki komið sterkari inn í næsta tímabil og fundið okkar besta bolta,“ sagði Fred.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira