Draumur forsetans er að sjá Mbappe í Real og Haaland í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 16:01 Kylian Mbappe heilsar Erling Haaland fyrir leik Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Getty/Alex Grimm Við höfum lifað á tímum Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í meira en áratug en nú erum við að sjá fyrir endann á blómatíma þeirra. Forseti La Liga á Spáni vill sjá tvær framtíðarstjörnur koma í deildina en ekki í sama liðið. Messi og Ronaldo voru erkifjendur og höfuðandstæðingar sem leikmenn Barcelona og Real Madrid og síðan þeir fóru úr deildinni hefur mikið vantað í deildina að mati margra. Javier Tebas, forstjóri La Liga, hefur augun á tveimur framtíðarstjörnum til að koma í þeirra stað. Þetta eru þeir Kylian Mbappe og Erling Haaland sem spila nú í frönsku og þýsku deildinni. Þeir hafa hins vegar verið orðaðir lengi við spænsku stórliðin. „Mín ósk er að við sjáum Haaland hjá Barca og Mbappe hjá Madrid,“ sagði Javier Tebas, forseti La Liga, í viðtali við ABC en hann sjálfur er Real Madrid maður. ESPN segir frá. Erling Haaland hefur líka verið orðaður við Real Madrid en mörgum finnst það ótrúlegt að Real geti náð í þá báða. „Ég vil að við verðum aftur jafnheppnir og áður þegar við vorum með tvo frábæra leikmenn, í þeim [Lionel] Messi og [Cristiano] Ronaldo, í tveimur bestu liðum heims. Það eru fleiri stuðningsmenn La Liga en það eru Madridistar,“ sagði Tebas. Kylian Mbappe getur komið á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar en það er hægt að kaupa upp samning Erling Haaland við Dortmund fyrir 75 milljónir evra sem er líklega langt undir markaðsvirði hans í dag. Báðir búast þeir aftur á móti við því að fá ofurlaun og það verður því allt annað en ódýrt að semja við þá báða. Framtíðin er þeirra þótt þeir hafi þegar löngu sannað sig á stærsta sviðinu. Kylian Mbappe er 23 ára gamall og Erling Haaland er bara 21 árs gamall. Það eru því tvö ár á milli þeirra alveg eins og hjá Messi og Ronaldo. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Messi og Ronaldo voru erkifjendur og höfuðandstæðingar sem leikmenn Barcelona og Real Madrid og síðan þeir fóru úr deildinni hefur mikið vantað í deildina að mati margra. Javier Tebas, forstjóri La Liga, hefur augun á tveimur framtíðarstjörnum til að koma í þeirra stað. Þetta eru þeir Kylian Mbappe og Erling Haaland sem spila nú í frönsku og þýsku deildinni. Þeir hafa hins vegar verið orðaðir lengi við spænsku stórliðin. „Mín ósk er að við sjáum Haaland hjá Barca og Mbappe hjá Madrid,“ sagði Javier Tebas, forseti La Liga, í viðtali við ABC en hann sjálfur er Real Madrid maður. ESPN segir frá. Erling Haaland hefur líka verið orðaður við Real Madrid en mörgum finnst það ótrúlegt að Real geti náð í þá báða. „Ég vil að við verðum aftur jafnheppnir og áður þegar við vorum með tvo frábæra leikmenn, í þeim [Lionel] Messi og [Cristiano] Ronaldo, í tveimur bestu liðum heims. Það eru fleiri stuðningsmenn La Liga en það eru Madridistar,“ sagði Tebas. Kylian Mbappe getur komið á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar en það er hægt að kaupa upp samning Erling Haaland við Dortmund fyrir 75 milljónir evra sem er líklega langt undir markaðsvirði hans í dag. Báðir búast þeir aftur á móti við því að fá ofurlaun og það verður því allt annað en ódýrt að semja við þá báða. Framtíðin er þeirra þótt þeir hafi þegar löngu sannað sig á stærsta sviðinu. Kylian Mbappe er 23 ára gamall og Erling Haaland er bara 21 árs gamall. Það eru því tvö ár á milli þeirra alveg eins og hjá Messi og Ronaldo.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti