Bruno blæs á sögur um óeiningu innan United: „Vinnum saman og töpum saman“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 22:30 Manchester United v Southampton - Premier League MANCHESTER, ENGLAND - FEBRUARY 12: Diogo Dalot, Bruno Fernandes and Harry Maguire of Manchester United after the Premier League match between Manchester United and Southampton at Old Trafford on February 12, 2022 in Manchester, United Kingdom. (Photo by Visionhaus/Getty Images) Upp á síðkastið hafa margar sögur af óeiningu innan veggja búningsklefa Manchester United verið á kreiki. Leikmenn liðsins hafa þó stigið fram einn af öðrum og blásið á þær sögusagnir, en Bruno Fernandes gerði einmitt það í dag. Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Á dögunum birtust fregnir af því að Harry Maguire og Cristiano Ronaldo ættu í eins konar valdabaráttu og væru að rífast um fyrirliðabandið. Ralf Rangnick, bráðabirgastjóri United, sem og Magure sjálfur hafa þó sagt þær fréttir algjört kjaftæði. Nú hefur Bruno Fernandes bæst í hóp þeirra sem segja sögusagnirnar ekki vera neitt annað an nákvæmlega það, sögusagnir. Hann segir að fagnaðarlæti liðsins í leiknum gegn Leeds um helgina sýni samheldið lið. „Í hreinskilni sagt er þetta bara fólk að kvarta og reyna að búa til sögur um klúbbinn,“ sagði Bruno. „Ég veit ekki alveg hvað fólk á við með þessu. Þegar Harry [Maguire] skoraði á móti Leeds sá ég Paul [Pogba] taka sprettinn á eftir honum og renna sér á hnjánum. Hann var virkilega glaður fyrir hans hönd. Ég sló á hausinn á honum og sagði að loksins hefði hann skorað með þessu stóra höfði.“ „Við vitum að þegar fólk talar um félagið eða leikmenn innan félagsins þá fer það út um allan heim og það er það sem þeir vilja.“ Bruno segir að þrátt fyrir þessar sögur sem hafa verið á kreiki láti leikmenn liðsins það ekki á sig fá. „Fyrir okkur er þetta ekki neitt. Ef við höldum okkur við okkar skipulag og stöndum saman þá er það það sem skiptir máli. Við vinnum saman og töpum saman,“ sagði Portúgalinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira