Daníel fékk uppörvandi símtöl frá lykilmönnum: „Þetta kom mér á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2022 13:31 Hinn 35 ára gamli Daníel Guðni Guðmundsson hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalið Grindavíkur og hann lauk leikmannaferli sínum sem leikmaður Grindavíkur árið 2016. vísir/Bára „Ég veit ekki hvort nokkur sé sáttur þegar maður er rekinn. Þetta kom mér á óvart,“ segir körfuboltaþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson sem fékk að vita það í gærkvöld að honum hefði verið sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Daníel skilur við Grindavík í 6. sæti Subway-deildarinnar nú þegar fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðið er einum sigri frá 4. sæti en átta stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn, sem Grindvíkingar unnu á útivelli fyrir tveimur mánuðum. Hann segir það ákveðna huggun harmi gegn að hafa fengið uppörvandi skilaboð frá leikmönnum liðsins eftir brottreksturinn: „Þetta virðist hafa komið þeim sem heyrðu í mér jafnmikið á óvart og mér. Ég fékk alla vega stuðning frá lykilleikmönnum í liðinu. Ég átta mig á því að þetta hefði verið alveg glatað ef maður hefði misst traustið hjá leikmönnunum það samband farið í skrúfuna. En ekki þegar leikmenn hringja í mig í gærkvöldi og setja smá spurningamerki við þetta. En maður verður að virða ákvörðun stjórnarinnar. Þau sjá um þetta,“ segir Daníel. Um áramótin voru Grindvíkingar í toppbaráttunni en töp gegn liðum úr neðri hlutanum hafa komið liðinu niður stöðutöfluna og 102-76 tap gegn sterku liði Njarðvíkur á föstudaginn virðist hafa gert útslagið. En fann Daníel að sæti hans væri orðið „heitt“ fyrir þann leik? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það voru allir voða kátir og glaðir eftir að við unnum Valsara á heimavelli í leiknum á undan. Við fengum skell á móti Njarðvík en það eru fleiri lið á toppnum sem hafa verið að fá skelli, eins og til dæmis Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn. Það getur alveg gerst, og leikir þróast þannig að leikmenn hendi inn handklæðinu. En fyrir leikinn upplifði ég ekki að sætið mitt væri eitthvað heitt. Þetta er bara barátta og það eru mörg lið í þessari deild sem eru virkilega sterk, svo hún er krefjandi en skemmtileg, og það er stutt á milli í þessu,“ segir Daníel. Leikir sem við hefðum átt að vinna og þá værum við gulir og glaðir í öðru sæti En hverjar voru og eru væntingarnar um árangur í Grindavík, í ljósi þess að árangurinn undir stjórn Daníels taldist ekki viðunandi? „Ég held að væntingarnar fyrir tímabilið hafi verið þær að berjast þarna við toppinn en síðan hefur gengið dvínað dálítið eftir áramót og við höfum líka tapað leikjum gegn fyrir fram slakari liðum, eins og Vestra, Þór Akureyri og KR. Þetta eru leikir sem við hefðum vissulega átt að taka, og þá værum við gulir og glaðir í 2. sæti eða svo. Það er stutt á milli í þessu en maður verður bara að virða ákvörðun stjórnarinnar.“ Daníel Guðni Guðmundsson íbygginn á svip á hliðarlínunni.vísir/bára „Við unnum Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í fyrri umferðinni, og höfum átt góða spretti hér og þar, en þetta hefur vissulega verið sveiflukennt hjá okkur. Það hefur kannski haft sín áhrif á stöðugleikann hjá okkur að það hefur verið svolítið um meiðsli í æfingahópnum hjá okkur. Ekki hjá lykilmönnum en bara þannig að það er erfitt að halda úti almennilegum æfingum. Samt sem áður finnst mér við hafa átt að gera betur á mörgum sviðum,“ segir Daníel. Gott að vera aðeins heima með börnunum Fastlega má gera ráð fyrir því að hann haldi áfram þjálfun, hvar sem það verður, en Daníel ætlar að flýta sér hægt í þeim efnum. „Þetta eru bara íþróttir og maður veit alveg að maður er hvorki fyrsti né síðasti þjálfarinn í heiminum til að vera rekinn. Það er bara partur af þessum bisness. Ég ætla ekki að stressa mig á þessu. Það verður bara mjög gott að vera aðeins heima hjá sér og sjá börnin sín meira, og svo er ég í dagvinnu í bænum líka svo það er nóg að gera. Maður er ekkert að fara að láta sér leiðast. En körfubolti á alltaf eftir að vera hluti af mér og fyrr eða síðar verður maður farinn að þjálfa aftur. Ég veit samt ekki hvort það verður á næstunni, og mögulega tekur maður frí á næsta ári.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira
Daníel skilur við Grindavík í 6. sæti Subway-deildarinnar nú þegar fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppninni. Liðið er einum sigri frá 4. sæti en átta stigum á eftir toppliði Þórs frá Þorlákshöfn, sem Grindvíkingar unnu á útivelli fyrir tveimur mánuðum. Hann segir það ákveðna huggun harmi gegn að hafa fengið uppörvandi skilaboð frá leikmönnum liðsins eftir brottreksturinn: „Þetta virðist hafa komið þeim sem heyrðu í mér jafnmikið á óvart og mér. Ég fékk alla vega stuðning frá lykilleikmönnum í liðinu. Ég átta mig á því að þetta hefði verið alveg glatað ef maður hefði misst traustið hjá leikmönnunum það samband farið í skrúfuna. En ekki þegar leikmenn hringja í mig í gærkvöldi og setja smá spurningamerki við þetta. En maður verður að virða ákvörðun stjórnarinnar. Þau sjá um þetta,“ segir Daníel. Um áramótin voru Grindvíkingar í toppbaráttunni en töp gegn liðum úr neðri hlutanum hafa komið liðinu niður stöðutöfluna og 102-76 tap gegn sterku liði Njarðvíkur á föstudaginn virðist hafa gert útslagið. En fann Daníel að sæti hans væri orðið „heitt“ fyrir þann leik? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það voru allir voða kátir og glaðir eftir að við unnum Valsara á heimavelli í leiknum á undan. Við fengum skell á móti Njarðvík en það eru fleiri lið á toppnum sem hafa verið að fá skelli, eins og til dæmis Keflavík gegn Þór Þorlákshöfn. Það getur alveg gerst, og leikir þróast þannig að leikmenn hendi inn handklæðinu. En fyrir leikinn upplifði ég ekki að sætið mitt væri eitthvað heitt. Þetta er bara barátta og það eru mörg lið í þessari deild sem eru virkilega sterk, svo hún er krefjandi en skemmtileg, og það er stutt á milli í þessu,“ segir Daníel. Leikir sem við hefðum átt að vinna og þá værum við gulir og glaðir í öðru sæti En hverjar voru og eru væntingarnar um árangur í Grindavík, í ljósi þess að árangurinn undir stjórn Daníels taldist ekki viðunandi? „Ég held að væntingarnar fyrir tímabilið hafi verið þær að berjast þarna við toppinn en síðan hefur gengið dvínað dálítið eftir áramót og við höfum líka tapað leikjum gegn fyrir fram slakari liðum, eins og Vestra, Þór Akureyri og KR. Þetta eru leikir sem við hefðum vissulega átt að taka, og þá værum við gulir og glaðir í 2. sæti eða svo. Það er stutt á milli í þessu en maður verður bara að virða ákvörðun stjórnarinnar.“ Daníel Guðni Guðmundsson íbygginn á svip á hliðarlínunni.vísir/bára „Við unnum Þór Þorlákshöfn og Njarðvík í fyrri umferðinni, og höfum átt góða spretti hér og þar, en þetta hefur vissulega verið sveiflukennt hjá okkur. Það hefur kannski haft sín áhrif á stöðugleikann hjá okkur að það hefur verið svolítið um meiðsli í æfingahópnum hjá okkur. Ekki hjá lykilmönnum en bara þannig að það er erfitt að halda úti almennilegum æfingum. Samt sem áður finnst mér við hafa átt að gera betur á mörgum sviðum,“ segir Daníel. Gott að vera aðeins heima með börnunum Fastlega má gera ráð fyrir því að hann haldi áfram þjálfun, hvar sem það verður, en Daníel ætlar að flýta sér hægt í þeim efnum. „Þetta eru bara íþróttir og maður veit alveg að maður er hvorki fyrsti né síðasti þjálfarinn í heiminum til að vera rekinn. Það er bara partur af þessum bisness. Ég ætla ekki að stressa mig á þessu. Það verður bara mjög gott að vera aðeins heima hjá sér og sjá börnin sín meira, og svo er ég í dagvinnu í bænum líka svo það er nóg að gera. Maður er ekkert að fara að láta sér leiðast. En körfubolti á alltaf eftir að vera hluti af mér og fyrr eða síðar verður maður farinn að þjálfa aftur. Ég veit samt ekki hvort það verður á næstunni, og mögulega tekur maður frí á næsta ári.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Sjá meira