Sérfræðiráðgjöf og minni miðasala kostuðu KSÍ tugi milljóna Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Færri áhorfendur mættu á landsleiki Íslands en gert var ráð fyrir, bæði vegna samkomutakmarkana og einnig vegna minni áhuga á karlalandsliðinu en áður. vísir/Hulda Margrét Tap var á rekstri Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári sem nemur 24,4 milljónum króna. Áætlanir gera ráð fyrir að vinna það tap upp að miklu leyti á þessu ári. Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Nokkrar meginástæður eru nefndar fyrir taprekstrinum, í greinargerð KSÍ. Miklu ræður til að mynda hve litlar tekjur voru af miðasölu á landsleikjum, sérstaklega vegna samkomutakmarkana vegna Covid-19 en einnig minni áhuga landsmanna á að sækja leiki. Tekjur af landsleikjum voru 25% lægri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 37 milljónum króna. Þá kemur fram að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hafi farið 16 milljónir fram úr áætlun, eða um 5%, þrátt fyrir að KSÍ hafi nýtt sér endurgreiðsluúrræði Vinnumálastofnunar vegna verkefnafalls. Vanda segir tapið eiga sér eðlilegar skýringar Þar ræður mestu aðkeypt sérfræðiþjónusta á stormasömum tímum um mánaðamótin ágúst-september, þegar á endanum formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í tengslum við frásagnir af ofbeldismálum landsliðsmanna. Í greinargerð með ársreikningi segir að sérfræðiþjónustan hafi verið í formi almannatengsla- og lögfræðirágjafar, nefndarstarfa, skýrslugerðar og þýðinga. Við það bættist svo kostnaður við að halda sérstakt aukaþing 2. október þar sem nýr formaður og stjórn voru kosin til bráðabirgða. „Þetta var erfitt ár fjárhagslega fyrir KSÍ, eins og svo marga aðra innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður í ávarpi í ársskýrslunni. „Tap var á rekstrinum upp á tæpar 25 milljónir króna. Tapið á sér þó eðlilegar skýringar í þeim aðgerðum sem gripið var til í kjölfar ástandsins sem skapaðist í ágúst og september. Til að tapið yrði ekki meira en raun bar vitni var hagrætt á ýmsum sviðum,“ segir Vanda. Gert ráð fyrir að útdeila lægri upphæð til aðildarfélaga í ár Þrátt fyrir það útdeildi KSÍ tæplega 145 milljónum króna til aðildarfélaga sinna, í samræmi við áætlanir. Hagnaður ársins, fyrir þessa ráðstöfun, var því um 120 milljónir króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 182 milljónum. Í áætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að greiðslur til aðildarfélaga lækki og verði tæpar 118 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að eftir þær greiðslur standi eftir rúmlega 21 milljóna hagnaður.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira