Fyrsta konan sem vinnur karlana á blönduðu golfmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 13:31 Hannah Green var kát með spilamennsku sína um helgina. Getty/Douglas P. DeFelice Hin ástralska Hannah Green skrifaði golfsöguna um helgina þegar hún varð fyrsta konan til að vinna alþjóðlegt golfmót þar sem bæði kynin voru með. Hannah, sem er fyrrum risamótsmeistari, lék lokahringinn á 66 höggum og endaði ofar en allir karlar og allar konur á mótinu. Hún vann að lokum með fjögurra högga mun. Hannah Green creates golf history with victory in mixed-gender tournament https://t.co/y9vcRdTovQ— ABC SPORT (@abcsport) February 20, 2022 Hún er númer þrjátíu á heimslistanum en lokahringur á fimm höggum undir pari gerði útslagið. Fyrir lokadaginn þá var hún jöfn í efsta sætinu með karlkylfingunum Andrew Evans, Matthew Millar og Blake Collyer. „Þetta var skrítið. Ég dreymi vanalega ekki golf en mér dreymdi það í nótt að ég myndi vinna. Ég sá sjálfa mig halda á bikarnum og fólk að sprauta yfir mig kampavíni. Svo vaknaði ég og vonaði að þetta væri ekki bara draumur,“ sagði Hannah Green eftir sigurinn. Australian golfer Hannah Green has made history, becoming the first woman in the world to win a tournament competing against men. The 25-year-old dominated the mixed-event at Cobram, and victory tasted especially good. @AliciaMuling9 #9News pic.twitter.com/WCJPx9BpXf— 9News Melbourne (@9NewsMelb) February 20, 2022 „Mér líður stórkostlega og er bara þakklát fyrir að hafa komið hingað. Það var ekki alveg á dagskránni hjá mér. Ég ætlaði heim til Perth en stundum gerast bara hlutirnir og ég svo ánægð með að hafa tekið þátt,“ sagði Green. The Players Series mótin voru sett á laggirnar árið 2021 og eru hluti af PGA-mótaröðinni í Ástralasíu. Þessi mót skera sig út af því að þar keppa karlar og konur saman. Besti árangur konu fyrir þetta mót um helgina var hjá Su Oh sem náði þriðja sætinu á TPS Victoria mótinu í fyrra. How Hannah Green celebrated her @VicOpenGolf victory pic.twitter.com/AuYgQCeYxn— GOLFTV (@GOLFTV) February 13, 2022 Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hannah, sem er fyrrum risamótsmeistari, lék lokahringinn á 66 höggum og endaði ofar en allir karlar og allar konur á mótinu. Hún vann að lokum með fjögurra högga mun. Hannah Green creates golf history with victory in mixed-gender tournament https://t.co/y9vcRdTovQ— ABC SPORT (@abcsport) February 20, 2022 Hún er númer þrjátíu á heimslistanum en lokahringur á fimm höggum undir pari gerði útslagið. Fyrir lokadaginn þá var hún jöfn í efsta sætinu með karlkylfingunum Andrew Evans, Matthew Millar og Blake Collyer. „Þetta var skrítið. Ég dreymi vanalega ekki golf en mér dreymdi það í nótt að ég myndi vinna. Ég sá sjálfa mig halda á bikarnum og fólk að sprauta yfir mig kampavíni. Svo vaknaði ég og vonaði að þetta væri ekki bara draumur,“ sagði Hannah Green eftir sigurinn. Australian golfer Hannah Green has made history, becoming the first woman in the world to win a tournament competing against men. The 25-year-old dominated the mixed-event at Cobram, and victory tasted especially good. @AliciaMuling9 #9News pic.twitter.com/WCJPx9BpXf— 9News Melbourne (@9NewsMelb) February 20, 2022 „Mér líður stórkostlega og er bara þakklát fyrir að hafa komið hingað. Það var ekki alveg á dagskránni hjá mér. Ég ætlaði heim til Perth en stundum gerast bara hlutirnir og ég svo ánægð með að hafa tekið þátt,“ sagði Green. The Players Series mótin voru sett á laggirnar árið 2021 og eru hluti af PGA-mótaröðinni í Ástralasíu. Þessi mót skera sig út af því að þar keppa karlar og konur saman. Besti árangur konu fyrir þetta mót um helgina var hjá Su Oh sem náði þriðja sætinu á TPS Victoria mótinu í fyrra. How Hannah Green celebrated her @VicOpenGolf victory pic.twitter.com/AuYgQCeYxn— GOLFTV (@GOLFTV) February 13, 2022
Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira