Strákarnir frá Akron í stuði: Curry setti met og fékk fyrstur Kobe bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 07:30 Stephen Curry með Kobe Bryant bikarinn sem hann fékk fyrir að vera mikilvægasti leikmaður Stjörnuleiks NBA í ár. AP/Charles Krupa Strákarnir sem eru fæddir í Akron voru stærstu stjörnurnar í NBA-stjörnuleiknum í Cleveland í nótt. Stephen Curry setti nýtt met í þriggja stiga skotum og LeBron James tryggði liði LeBrons sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lokin. Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla. 16 threes.In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G— NBA (@NBA) February 21, 2022 Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann. 24 points for @KingJames Game-winner in front of the Cleveland fans #TeamLeBron remains undefeated (5-0)LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw— NBA (@NBA) February 21, 2022 LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar. Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig. 360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU— NBA (@NBA) February 21, 2022 Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar. @StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv— NBA (@NBA) February 21, 2022 NBA Mest lesið Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Íslenski boltinn Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Fleiri fréttir Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Basile áfram á Króknum „Ætluðum ekki að leyfa þeim að fagna titli á okkar heimavelli“ Pacers knúðu fram oddaleik Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Hæsta kona heims lék sinn fyrsta landsleik Sjá meira
Lið LeBron James vann 163-160 sigur á liði Kevin Durant en Durant gat reyndar ekki spilað leikinn vegna meiðsla. 16 threes.In one game.@StephenCurry30 went off for 50 POINTS and shattered the #NBAAllStar record for threes to lift #TeamLeBron and take home the #KiaAllStarMVP Kobe Bryant trophy! pic.twitter.com/S7ZTXatg0G— NBA (@NBA) February 21, 2022 Stephen Curry skoraði fimmtíu stig í leiknum en hann setti met með því að skora sextán þriggja stiga körfur. Hann var líka nálægt því að slá stigametið en það á ennþá Anthony Davis sem skoraði 52 stig árið 2017. Curry skoraði átta þriggja stiga körfur í fyrri hálfleiknum og setti síðan fimm þrista í röð snemma í þriðja leikhlutanum. Hann bætti metið þegar hann skoraði sína fimmtándu þriggja stiga körfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Curry er valinn mikilvægastur í Stjörnuleiknum en þetta var líka í fyrsta sinn sem NBA afhenti Koby Bryant bikarinn sem sá besti í Stjörnuleiknum fær. Bikarinn var kynntur fyrir nokkrum vikum og er hin glæsilegasti enda til minningar um magnaðan körfuboltamann. 24 points for @KingJames Game-winner in front of the Cleveland fans #TeamLeBron remains undefeated (5-0)LeBron's 18th #NBAAllStarGame was SPECIAL. pic.twitter.com/zVyyBNaEaw— NBA (@NBA) February 21, 2022 LeBron James skoraði tilþrifamikla sigurkörfu í lokin og endaði leikinn með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var samt næststigahæstur með auk 12 frákasta og 6 stoðsendingar. Nikola Jokic var nálægt þrennu með 10 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar og Cleveland-maðurinn Darius Garland skoraði 13 stig. 360 x Ja Morant #PhantomCam pic.twitter.com/FffaNpuDaU— NBA (@NBA) February 21, 2022 Með þessum sigri er LeBron búinn að vinn alla fimm leikina síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp. Lið Lebrons er því áfram taplaust í Stjörnuleiknun. Joel Embiid var atkvæðamestur hjá liði Durant með 36 stig og 10 fráköst, Devin Booker skoraði 24 stig og Lamelo Ball var með 18 stig á 22 mínútum. Dejounte Murray skoraði 17 stig og Trae Young var með 13 stig og 10 stoðsendingar. @StephenCurry30 is presented The Kobe Bryant Trophy! #KiaAllStarMVP #NBAAllStar pic.twitter.com/EndaXKrBBv— NBA (@NBA) February 21, 2022
NBA Mest lesið Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Körfubolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti Brentford hafnaði tilboði Manchester United Enski boltinn Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Fótbolti Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Íslenski boltinn Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Fótbolti Fleiri fréttir Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Basile áfram á Króknum „Ætluðum ekki að leyfa þeim að fagna titli á okkar heimavelli“ Pacers knúðu fram oddaleik Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“ Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð Hæsta kona heims lék sinn fyrsta landsleik Sjá meira